Körfubolti

Réðst á blaða­mann vegna um­mæla um látinn bróður hans og ný­fæddan son

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Joel Embiid þótti of nærri sér gengið.
Joel Embiid þótti of nærri sér gengið. Justin Casterline/Getty Images

Joel Embiid lenti í áflogum við blaðamann eftir leik gegn Memphis Grizzlies í nótt, sem endaði með 124-107 tapi Philadelphia 76ers. Embiid öskraði á og réðst síðan á blaðamann sem hafði skrifað um látinn bróður hans og nýfæddan son.

Greinina sem Marcus Hayes skrifaði má lesa hér. Hún fjallar um meðal annars um meiðslavandræði Embiid og þar er gefið í skyn að hann hugsi ekki nógu vel um sig.

Ummælin sem Embiid reiddist yfir má þýða lauslega:

„Joel Embiid hefur sagt andlát bróður síns hafa markað vendipunkt á hans ferli. Hann hefur oft sagt að hann vilji skilja eftir arfleifð fyrir son sinn, sem hann skírði Marcus í höfuðið á bróður hans sem lést þegar Embiid var á fyrsta ári í NBA deildinni. En til þess að vera stórkostlegur í þínu starfi, verðurðu fyrst af öllu að mæta almennilega til vinnu.“

Skrifaði Hayes og hélt svo áfram að tala um hvað Embiid væri í slæmu formi.

Samkvæmt ESPN arkaði Embiid til hans eftir leik í nótt og heyrðist öskra: „Ef þú minnist orði á bróður minn eða son aftur muntu fá að finna fyrir því og ég mun þurfa að lifa með afleiðingunum.“

Hayes baðst afsökunar en Embiid vildi ekki taka við þeirri beiðni. Rifrildið hélt áfram um dágóða stund og endaði á því að Embiid stjakaði við Hayes og gekk burt. Tvennum sögum fer um hvort hann hafi ýtt í hann eða kýlt hann. 

Öryggisvörður 76ers hélt blaðamönnum í skefjum og bað þá um að greina ekki frá atvikinu.

Embiid heyrði það og öskraði að þeir mættu gera það sem þeir vildu, honum væri „drullusama.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×