Innlent

Hundur brann inni í Foss­vogi og ó­trú­legt af­rek sund­kappa

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar eldur kviknaði í raðhúsi í Fossvogi í nótt. Tveir íbúar í húsinu komust út af sjálfsdáðum en hundur heimilisins komst ekki lífs af. Altjón varð á íbúðinni, að sögn lögreglu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá tökum við stöðuna á forsetakosningunum vestanhafs sem haldnar verða eftir aðeins tvo daga. Ný skoðanakönnun í Iowa vekur athygli og frambjóðendurnir þeysast milli sveifluríkja. Kamala Harris kom óvænt fram í vinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna í beinni útsendingu í gærkvöldi.

Ekki er búið að boða til nýs fundar í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Formaður Kennarasambandsins segir fund í gær hafa gengið vel en enn virðist langt í land. 

Þá heyrum við í Sigurgeiri Svanbergssyni sundkappa sem syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×