Erlent

Grýttu drullu í Spánar­konung

Jón Þór Stefánsson skrifar
Filippus konungur heimsótti Valensíahérað.
Filippus konungur heimsótti Valensíahérað. EPA

Mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað eftir manskæð flóð sem gengu yfir í síðustu viku.

Myndefni frá vettvangi sýnir þegar mótmælendur kalla konunginn morðingja og segja honum að skammast sín. Sjálfur sést konungurinn spyrja hvers vegna ekkert hafi verið gert til að koma í veg fyrir harmleikinn.

Að minnsta kosti tvö hundruð hafa látið lífið í flóðunum sem eru þau verstu í áratui, en þau hafa skilið heilu hverfin eftir drullug og í rústi.

Almenningur hefur reiðst yfir því að stjórnvöld hafi ekki búið sig nægjanlega vel undir flóðin eða varað íbúa við.

Filippus konungur og eiginkona hans, Letizia Spánardrottning, heimsóttu bæinn Paiporta. Myndbönd sýna konunginn reyna að komast leiðar sinnar í þegar varnir öryggisvarða hans bresta þegar fjöldi fólks reynir að komast a honum. Þá virðist sem sumir hafi kastað hlutum, jafnvel drullu, að Filippusi.

Konungurinn virðist hafa rætt við suma mótmælendurna og jafnvel fagnað sumum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×