Fótbolti

Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elías Rafn er aðalmarkmaður dönsku meistaranna í Midtjylland. Hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá CD Mafra í Portúgal. 
Elías Rafn er aðalmarkmaður dönsku meistaranna í Midtjylland. Hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá CD Mafra í Portúgal.  midtjylland

Í þriðja sinn á minna en mánuði laut Midtjylland í lægra haldi gegn Brøndby. Dönsku meistararnir buðu þeim gulklæddu í heimsókn í 14. umferð deildarinnar í dag og töpuðu 1-5.

Brøndby hefur tvisvar tekið á móti Midtjylland og misst mann af velli í bæði skipti, en vann 2-0 í deildinni þann 6. október og svo 1-0 í bikarnum síðasta fimmtudag, 31. október.

Dönsku meistararnir buðu svo Brøndby í heimsókn í deildinni í dag og ætluðu að hefna sín.

Það byrjaði ekki vel því Mathias Kvistgaarden kom gestunum yfir á 10. mínútu. Vonin var þó sprelllifandi þegar flautað var til hálfleiks því rétt áður hafði Kevin Mbabu fiskað vítaspyrnu sem Adam Buksa skoraði úr og staðan jöfn 1-1.

Brøndby komst aftur yfir snemma í seinni hálfleik þegar Yuito Suzuki skoraði eftir undirbúning Sebastian Sebulonsen. Suzuki bætti svo öðru marki við aðeins tíu mínútum síðar.

Mathias Kvistgaarden skoraði þrennu fyrir gulklæddu gestina.transfermarkt

Heimamenn mættu hins vegar illa út úr búningsherbergjunum. 

Yuito Suzuki skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks áður en Mathias Kvistgaarden bætti sínu öðru marki við á 71. mínútu. Hann fullkomnaði svo þrennuna undir lokin til að gera algjörlega út af við leikinn.

Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í dag en varamarkmaðurinn Jonas Lössl spilaði bikarleikinn á fimmtudag.

Midtjylland er enn í efsta sæti deildarinnar með 27 stig en gæti misst toppsætið til FC Kaupmannahafnar sem leikur gegn Silkeborg á morgun.

Brøndby er í 5. sæti með 22 stig, jafnt Nordsjælland í 6. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×