Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:03 Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/ívar Sjúkratryggingar Íslands hyggjast fara með niðurstöðu nýs úrskurðar, þar sem lögð var fjörutíu milljóna sekt á stofnunina vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, fyrir dómstóla. Forstjóri stofnunarinnar segir að málið gæti reynst afdrifaríkt. Hann hafnar ásökunum um mismunun. Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent