Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2024 06:28 Jóhanna Dröfn segir ótímabundin verkföll í aðeins fjórum leikskólum mismuna börnum. Afleiðingarnar geti verið alvarlega til lengri tíma. Samsett Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum. Þá segir Jóhanna Dröfn aðgerðirnar einnig ábyrgðarlausar og geta haft slæmt áhrif til frambúðar. „Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því,“ segir Jóhanna Dröfn og að það geti haft alvarlega afleiðingar fyrir börn sem er sífellt „verið að koma fyrir í pössun“. Jóhanna Dröfn starfar sem læknir á geðsviði spítalans og segir verkfallið einnig hafa áhrif á það. „Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins,“ segir Jóhanna Dröfn. Ekki samræmi hjá kennurum og læknum Þá segir Jóhanna Dröfn skrítið að verkfallsaðgerðir kennara séu löglegar, en ekki lækna. Verkfalli lækna var frestað og tilkynnt að boðað yrði til nýs verkfalls en ríkið taldi verkfallsboðun lækna ólöglega. Verkfallsboðun kennara fór fyrir Félagsdóm og var dæmd lögleg. Læknar ákváðu að fara ekki þá leið því þeir töldu það geta frestað verkfalli fram í desember. „Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint?“ spyr hún í grein sinni. Þá vill hún fá betri svör við því hvers vegna fjórir leikskólar voru valdir í þessar verkfallsaðgerðir og hvernig þeir voru valdir. Einnig vill hún vita hvers vegna verkfallið er ótímabundið á þessum leikskólum en ekki í þeim grunn- eða framhaldsskólum þar sem boðað hefur verið til verkfalls. „Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar.“ Hvorki Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara né Kennarasamband Íslands hafa, samkvæmt heimildum fréttastofu, svarað fyrirspurnum foreldra á Drafnarsteini og á leikskólanum á Seltjarnarnesi um það hvernig leikskólarnir voru valdir og af hverju verkfallið er ótímabundið í leikskólum. Ekki búið að boða til nýs fundar Ekki er búið að boða til nýs fundar í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær síðasta fund hafa gengið vel en það virðist enn vera langt í samninga. Deiluaðilar funduðu í fyrradag. Verkföll í níu skólum hófust fyrir helgi. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bætast við hópinn eftir tvær vikur og kennarar Árbæjarskóla, Garðaskóla og Heiðarskóla eftir þrjár vikur. Engin önnur atkvæðagreiðsla um verkföll er í gangi sem stendur. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ein deild opin á tveimur leikskólum Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. 30. október 2024 09:53 „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. 28. október 2024 20:05 Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Kæru foreldrar. Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. 24. október 2024 18:31 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Þá segir Jóhanna Dröfn aðgerðirnar einnig ábyrgðarlausar og geta haft slæmt áhrif til frambúðar. „Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því,“ segir Jóhanna Dröfn og að það geti haft alvarlega afleiðingar fyrir börn sem er sífellt „verið að koma fyrir í pössun“. Jóhanna Dröfn starfar sem læknir á geðsviði spítalans og segir verkfallið einnig hafa áhrif á það. „Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins,“ segir Jóhanna Dröfn. Ekki samræmi hjá kennurum og læknum Þá segir Jóhanna Dröfn skrítið að verkfallsaðgerðir kennara séu löglegar, en ekki lækna. Verkfalli lækna var frestað og tilkynnt að boðað yrði til nýs verkfalls en ríkið taldi verkfallsboðun lækna ólöglega. Verkfallsboðun kennara fór fyrir Félagsdóm og var dæmd lögleg. Læknar ákváðu að fara ekki þá leið því þeir töldu það geta frestað verkfalli fram í desember. „Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint?“ spyr hún í grein sinni. Þá vill hún fá betri svör við því hvers vegna fjórir leikskólar voru valdir í þessar verkfallsaðgerðir og hvernig þeir voru valdir. Einnig vill hún vita hvers vegna verkfallið er ótímabundið á þessum leikskólum en ekki í þeim grunn- eða framhaldsskólum þar sem boðað hefur verið til verkfalls. „Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar.“ Hvorki Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara né Kennarasamband Íslands hafa, samkvæmt heimildum fréttastofu, svarað fyrirspurnum foreldra á Drafnarsteini og á leikskólanum á Seltjarnarnesi um það hvernig leikskólarnir voru valdir og af hverju verkfallið er ótímabundið í leikskólum. Ekki búið að boða til nýs fundar Ekki er búið að boða til nýs fundar í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær síðasta fund hafa gengið vel en það virðist enn vera langt í samninga. Deiluaðilar funduðu í fyrradag. Verkföll í níu skólum hófust fyrir helgi. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bætast við hópinn eftir tvær vikur og kennarar Árbæjarskóla, Garðaskóla og Heiðarskóla eftir þrjár vikur. Engin önnur atkvæðagreiðsla um verkföll er í gangi sem stendur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ein deild opin á tveimur leikskólum Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. 30. október 2024 09:53 „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. 28. október 2024 20:05 Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Kæru foreldrar. Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. 24. október 2024 18:31 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Ein deild opin á tveimur leikskólum Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. 30. október 2024 09:53
„Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. 28. október 2024 20:05
Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Kæru foreldrar. Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. 24. október 2024 18:31