Erlent

Á lokametrunum í kosninga­bar­áttu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump hélt í gær kosningafund í Lititz í Pennsylvaníu.
Trump hélt í gær kosningafund í Lititz í Pennsylvaníu. Vísir/EPA

Forsetaframbjóðendurnir bandarísku, þau Kamala Harris og Donald Trump eru nú á lokametrunum í kosningabaráttu sinni en á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Í gær þeyttust þau á milli sveifluríkjanna svokölluðu og komu fram á fjölmörgum viðburðum.

Í gær hélt Trump því fram að nú þegar væru komnar fram vísbendingar um kosningsvindl, sérstaklega í Pennsylvaníu, einu mikilvægasta sveifluríkinu. Í því ríki eru utankjörfundaratkvæði leyfð og nú þegar hafa tæpar tvær milljónir manna nýtt sér það, en kjördagur er ekki almennur frídagur í Bandaríkjunum. Trump segir, án nokkurra sannanna, að þetta þýði aukið svindl í kosningunum.

Hann segist á móti utankjörfundaratkvæðum og að réttast væri að kjósa á einum degi og tilkynna um úrslitin samdægurs. Hann kom einnig fram á fundum í Norður-Karólínu og Georgíu.

Harris hefur hinsvegar verið að leggja áherslu á ástandið á Gasa-ströndinni og segist ætla gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma á friði á svæðinu. Þetta sagði hún þegar hún kom við í Michigan í gær, en það er einmitt ríkið þar sem flestir bandaríkjamenn af arabískum uppruna búa.

Allar kannanir benda til þess að afar lítill munur sé á frambjóðendunum, ekki síst í sveifluríkjunum umtöluðu og ljóst að það stefnir í afar spennandi kosninganótt á morgun.


Tengdar fréttir

Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump

„Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með.

Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum

Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump.

„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir

„Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×