Lífið

Dawson's Creek leikari með krabba­mein

Lovísa Arnardóttir skrifar
James Van Der Beek lék Dawson í Dawsons' Creek frá 1998 til 2003.
James Van Der Beek lék Dawson í Dawsons' Creek frá 1998 til 2003. Vísir/Getty

Bandaríski leikarinn James Van Der Beek hefur verið greindur með ristilkrabbamein. Van Der Beek er hvað þekktastur fyrir leik sinn í unglingaþáttunum Dawson‘s Creek og kvikmyndinni Varsity Blues. Hann er 47 ára gamall. Hann greindi frá greiningunni í viðtali við tímaritið People.

„Ég er með ristilkrabbamein. Ég hef verið að takast á við það í einrúmi og hef tekið skref til að leysa úr því,“ segir hann í viðtalinu og að það sé ástæða til að vera bjartsýnn. Honum líði vel. Viðtal People. 

Í færslu á Instagram segir hann frá greiningunni. Að það séu engar leiðbeiningar til um það hvernig eigi að segja frá slíkri greiningu, hann hafi ætlað að ræða við People í ítarlegu viðtali en hafi svo heyrt af því að annar miðill ætlaði út með fréttirnar. Þá hafi hann ekki haft annarra kosta völ en að greina frá því sjálfur.

Van Der Beek er giftur Kimberly Van Der Beek og saman eiga þau sex börn.Vísir/Getty

„Ég bið alla í lífinu mínu afsökunar sem ég ætlaði að segja þetta sjálfur. Ekkert við þetta ferli hefur verið á minni tímalínu.. En við höldum áfram, og tökum öllu óvæntu sem vegvísi, sem leiðir okkur áfram að stærri örlögum en við höfum áður komist að án guðdómlegrar íhlutunar.“

Þriðja algengasta krabbameinið

Á vef Krabbameinsfélagsins segir að ristil- og endaþarmskrabbamein sé þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um 10 prósent allra krabbameina sem greinast. Það sé þó sjaldgæft að það greinist fyrir fimmtugt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×