Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:15 Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar