Í myndskeiðinu má sjá parið sprengja konfettí - bombu en úr henni kom blátt skraut sem gefur til kynna að von sé á dreng. Gleðin leyndi sér ekki hjá Ryan sem fagnaði innilega.
„Litli engillinn okkar,“ skrifaði Tanja við færsluna.
Parið, sem er búsett í úthverfi Manchester í Englandi, fékk að vita að þau ættu von á dreng þegar Tanja var gengin sex vikur á leið. Tanja og Ryan byrjuðu saman í byrjun árs 2022.
Þá greindi Tanja frá því í hringrásinni (e. story) á Instgram að þau hafi fengið að vita kynið þegar hún var gengin aðeins sex vikur á leið:
„Við fengum að vita kynið á 6. viku í skanna hérna í UK. Það eru svo margir að spyrja hvort ég meinti 16. viku í stða 6. svo ég ákvað að setja hingað inn.“