Fótbolti

Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heim­leið?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jökull fagnaði vel þegar Bestu deildar sætið var tryggt.
Jökull fagnaði vel þegar Bestu deildar sætið var tryggt. Vísir/Anton Brink

Jökull Andrésson hefur komist að samkomulagi við Reading á Englandi um að fá samningi sínum slitið. Hann er því laus allra mála og gæti verið á heimleið.

Jökull hefur verið á mála hjá Reading í sjö ár, frá því að hann var 16 ára, en tókst ekki að spila deildarleik fyrir félagið. Hann hefur farið á láni víða um neðri deildir Englands og spilað fyrir Hungerford Town, Exeter City, Moracambe, Stevenage og Carlisle United.

Síðast lék Jökull fyrir uppeldisfélag sitt, Aftureldingu, og átti stóran þátt í því að Mosfellingar tryggðu sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Afturelding vann Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla í sumar.

Reading tilkynnti í dag að félagið hefði komist að samkomulagi við Jökul um samningsslit. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt félag.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu á heimaslóðir, sem og bróðir hans, Axel Óskar Andrésson sem einnig sleit sínum samningi, við KR, fyrir helgi. Axel staðfesti við Vísi um helgina að honum hefðu þegar boðist fleira en eitt tilboð hér heima og eitt erlendis frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×