Körfubolti

Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid

Valur Páll Eiríksson skrifar
Joel Embiid fékk að heyra það í Lögmáli leiksins.
Joel Embiid fékk að heyra það í Lögmáli leiksins. X / @bleacherreport

Joel Embiid, leikmaður Philadelphia 76ers, er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins. Misfögrum orðum er farið um Frakkann.

Líkt og greint var frá á Vísi í gær, er Embiid sagður hafa lent saman við blaðamann eftir tap 76ers fyrir Memphis Grizzlies í NBA-deildinni aðfaranótt sunnudags.

„Þú getur ekki leyft þetta,“ segir Leifur Steinn Árnason í þættinum. Of langt sé gengið að leggja hendur á blaðamenn, sama hvað viðkomandi hafi sagt eða skrifað. Menn sammældust um að Embiid ætti bann yfir höfði sér, spurningin væri aðeins hversu langt.

Umræðan snerist þá um Embiid sem leikmann. Hann geti betur en hann hafi sýnt undanfarið.

„Hann spilar sultulega á miðað við hvað hann er stór og sterkur,“ segir Maté Dalmay í þættinum. „Svo er hann líka með þennan franska hreim, sem er sultulegur að heyra. Þegar allt kemur saman er þetta allt svo soft.“

„Svo þegar þeir töpuðu titlinum til Toronto, gat hann ekki sofið á nóttunni og það var svo erfitt hjá honum. Þetta er bara uppsafnað,“ segir Leifur.

„Allt í kringum þennan gaur er alltaf svo sultulegt,“ bætir Maté við.

Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í spilaranum að neðan.

Lögmál leiksins gerir síðustu viku í NBA-deildinni upp. Þátturinn er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×