Akademias tekur yfir rekstur Avia Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 15:45 Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Akademias Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira