Íslenski boltinn

Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV

Sindri Sverrisson skrifar
Omar Sowe mættur í treyjuna og tekur í spaðann á Þorláki Árnasyni, nýjum þjálfara ÍBV.
Omar Sowe mættur í treyjuna og tekur í spaðann á Þorláki Árnasyni, nýjum þjálfara ÍBV. ÍBV fótbolti

Eyjamenn hafa landað sóknarmanninum Omar Sowe sem kemur til ÍBV eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Leikni R. í Lengjudeildinni.

Sowe skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍBV og kemur til með að styrkja liðið fyrir átökin í Bestu deildinni á næstu leiktíð, eftir að Eyjamenn unnu Lengjudeildina í haust.

Omar kom fyrst til Íslands árið 2022 og lék þá með Breiðabliki í Bestu deildinni, þar sem hann skoraði fjögur mörk í tuttugu leikjum í deild og bikar. Þaðan fór hann svo til Leiknis þar sem hann hefru samtals skorað 25 mörk í 41 leik í Lengjudeildinni.

Omar er 24 ára framherji frá Gambíu sem var áður á mála hjá bandaríska félaginu NY Red Bulls og lék þar með varaliði og U23-liði félagsins, og einn leik með aðalliði þess í MLS-deildinni 2021-22.

Ljóst er að Eyjamenn binda miklar vonir við Omar sem er fyrsti leikmaðurinn sem bætist við hópinn eftir að félagið kynnti Þorlák Árnason til leiks sem nýjan þjálfara, en hann fyllir skarð Hermanns Hreiðarssonar sem kaus að hætta með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×