Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun