Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. nóvember 2024 08:31 Demi Moore leikur Elisabeth Sparkle sem er orðin of gömul (fimmtug!) fyrir Hollywood. Frekar en að falla í gleymskunnar dá ákveður Sparkle að sprauta sig með dularfullu grænu efni. Hina unga og slétta Sue sprettur fram, sveipuð æskuljóma. En það er erfitt að halda sér ungum. Mubi Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. Þannig hljómar raunveruleiki margra leikkvenna á miðjum aldri og er jafnframt söguþráður The Substance, líkamshrollvekju (e. body horror), eftir hina frönsku Coralie Fargeat sem bæði leikstýrir og skrifar handritið. Substance var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar og hlaut þar verðlaun fyrir besta handrit. Hérlendis var Efnið frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF 28. september og hefur verið í sýningu í Bíó Paradís undanfarinn mánuð. Fréttaflutningur um myndina á Íslandi hefur þó aðallega lýst ofsafengnum viðbrögðum bíógesta. Á RIFF fékk einn áhorfandi myndarinnar aðsvif og í Bíó Paradís hefur liðið yfir að minnsta kosti þrjá gesti og einn ælt. Eftir að hafa séð The Substance skilur maður að sumir ráði illa við að horfa á hana. Eftir því sem líður á söguna er stöðugt gengið lengra; nálar eru þræddar gegnum kjötbita, blóð og gröftur vessa fram og sprautum er ítrekað stungið í hold. Blóð- og sprautufóbískir áhorfendur eru því augljós áhættuhópur. Þar að auki dynja strobe-ljós lengi á áhorfendum í einni senu og er tilefni til að vara flogaveika við því. En hvað með sjálft Efnið? Of gott til að vera satt Við sjáum í upphafi þegar stjarna Elisabeth Sparkle er lögð á frægðarstétt Hollywood (e. Hollywood Walk of Fame) og síðan hvernig hún dofnar með árunum, sprungur myndast í stéttina og fólk gleymir nafninu sem prýðir stjörnuna. Á frægðarstíg Hollywood sem teygisr sig eftir Hollywood Bouleward í Los Angeles eru um 2.800 stjörnur sem hafa sett svip sinn á bransann. Demi Moore leikur hina gullfallegu Elisabeth Sparkle, fyrrverandi Óskarsverðlaunahafa sem er hætt að leika og hefur stýrt vinsælum leikfimiþætti í sjónvarpi um árabil. Rétt eins og hjá Moore sjálfri hefur stjarna Sparkle dofnað. Á fimmtugsafmæli Elisabeth er henni tilkynnt af fyrirlitlega sjónvarpsframleiðandanum Harvey (sem er frábærlega túlkaður af Dennis Quaid) að búið sé að leggja þátt hennar niður. Krafta hennar er ekki lengur óskað. Quaid er frábær sem hinn illa þokkaði Harvey, slepjuleikinn nánast lekur af honum.Mubi Svartnætti blasir við Sparkle sem hefur helgað líf sitt bransanum í skiptum fyrir það að vera elskuð og dáð. Hún er orðin úrelt og veit ekki hvað hún á til bragðs að taka. En þá birtist henni óvænt hið dularfulla Substance, svartamarkaðsefni sem lofar þeim sem tekur það „yngri, fallegri og fullkomnari“ útgáfu af sjálfum sér. Tilboðið hljómar of gott til að vera satt en Elizabeth er örvæntingarfull og sprautar sig með Efninu. Án þess að gefa of mikið upp sprettur fram hin yngri og sætari Sue (leikin af Margaret Qualley). Í kjölfarið nær Sparkle að endurlífga feril sinn gegnum Sue. Eins og í öllum fástískum sögum gilda íþyngjandi reglur. Efninu fylgja leiðbeiningar sem neytandinn þarf að fylgja í einu og öllu. En mikill vill meira og Elisabeth uppgötvar að það fylgja því ýmsar aukaverkanir að viðhalda sér ungum. Þökk sé Efninu tekst Elisabeth að verða ung á ný. En henni gengur illa að aga sig í notkun lyfsins.Mubi Viðbjóðsleg töfralausn við elli Fargeat snertir á ólíkum skuggahliðum skemmtanabransans í Hollywood: fegurðarstöðlum, líkamsímyndum, aldursfordómum og klámvæðingu. Þar á bæ eru lýtaaðgerðir til að hægja á hrörnun býsna algengar og í raun stór hluti af meginstraumsmenningu. Sjálft Efnið minnir um margt á Ozempic, sykursýkislyf sem er notað til að stuðla að þyngdartapi. Langtímarannsóknir skortir á Ozempic en sprenging hefur orðið í notkun þess. Myndin fjallar því um hluti sem eru í deiglunni. Fólk sem er á sykursýkislyfjunum Ozempic og Wegovy sprautar sig einu sinni í viku. Notkun hins eiturgræna Efnis byggist líka á vikulöngum tímamörkum.Mubi/Vísir Þrátt fyrir það virðist sem Fargeat hafi ekki mikinn áhuga á að því að kafa dýpra en bara rétt undir yfirborðið. Frekar má segja að hún nýti þessar hugmyndir um líkamann sem stökkpall inn í hryllinginn. Myndin er svo grótesk og grafísk að á köflum engdist gagnrýnandi um í sæti sínu og þurfti oft að líta undan. Fjölbreyttur hópur fagfólks kemur líka saman til að framkalla viðbjóðinn; Pierre-Olivier Persin býr til raunsæisleg og ógeðsleg gervi, búningar Emmanuelle Youchnovski poppa upp skjáinn og myndataka Benjamin Kracun fangar ókennileika heimsins. Lýsingin ýkir ógeðið og hljóðið er svo einna áhrifamest í að ögra áhorfandanum. Hver nálastunga sker í eyrun, ítrekað er smjattað hátt og þegar myndin nær hámarki sínu flæða fram vessar með látum. Þeir sem vilja forðast alveg að láta spilla myndinni fyrir sér skulu hoppa yfir næstu fjóra kafla og fara beint í niðurstöðurnar neðst. Togstreita milli nýja líkamans og þess gamla Eftir að Elisabeth hefur sprautað sig með Efninu sprettur líkami Sue út úr bakinu á henni. Gamli líkami Elisabeth lifir þó áfram og samkvæmt reglunum getur hún aðeins verið í hvorum líkama í viku í senn áður en hún þarf að skipta. Á meðan liggur hinn líkaminn falinn inn á baði, óhreyfður og meðvitundarlaus, eins og málverkið af Dorian Grey. Fljótlega myndast togstreita milli gamla og nýja líkamans, persóna Sparkle tvístrast. Sue vill fá að vera ung lengur en í viku og brýtur reglurnar. Framlengd æska Sue veldur því hins vegar að líkami Elisabeth tekur að hrörna hraðar. Sue sýgur meiri og meiri tíma frá Elisabeth og gamli líkaminn verður um leið sífellt viðurstyggilegri og hrörlegri. Hin unga Sue í miðju spíkati á meðan hin gamla Elisabeth vofir yfir í bakgrunni.Mubi Líkamshryllingurinn sýnir þannig myndrænt hvernig sjálfshatur Elisabeth gerir það að verkum að hún grefur sig dýpra og dýpra. Elisabeth tekur að fyrirlíta hina ungu og vinsælu Sue vegna þess hvernig er komið fyrir sér. Samt getur hún ekki hætt á Efninu af því hún fyrirlítur sinn aldraða líkama meira. Þrátt fyrir það finnst manni á köflum fullmiklu púðri eytt í að sýna hvert skref í notkun Efnisins. Myndin er tveir tímar og tuttugu mínútur en maður fær sáralítið að vita um Elisabeth og Sue fyrir utan „innri“ baráttu þeirra. Hryllingurinn er settur í forgang og er endurtekinn aftur og aftur á kostnað persónusköpunar. Klámvædd morgunleikfimi fyrir nýja tíma Heimurinn sem er skapaður í myndinni er stílíseruð útgáfa af Hollywood. Hvergi er samfélagsmiðla nútímans að sjá og miðað við sjónvarpsdagskrána mætti halda að áhorfendur væru komnir nokkra áratugi aftur í tímann eða í hliðarveruleika. Leikfimiþættir Elisabeth Sparkle sem sýnt er frá í upphafi myndar minna á morgunleikfimina sem sýnd var í sjónvarpi á níunda og tíunda áratugnum (sjá Jane Fonda og Ágústu Johnson). Með þessu virðist leikstjórinn vilja fjarlægjast samtímann, forðast móralska umræðu um fegurðardýrkun á samfélagsmiðlum. Eftir góðan feril í Hollywood sýndi Jane Fonda leikfimiæfingar í sjónvarpi. Þær fóru vítt og breitt um heiminn og kenndi Ágústa Johnson slíka tíma hér á landi. Þegar Sparkle umbreytist í Sue sækist hún eftir því að taka við sínum gamla þætti og gerir það. Þátturinn breytist lítið nema æfingar breytast í kynferðislegan dans. Frekar en að reyna aftur fyrir sér í leiklistinni, ögra sér á ný, sækist hún í það sem hún hafði vanist undir lok ferilsins. Um leið þurrkar hún út arfleifð Elisabeth Sparkle. Þessi heimur sem Fargeat skapar virkar þó hann sé ankannalegur. Leikfimiþáttur Sparkle undirstrikar hvað hún er gamaldags. Þegar Sue tekur við hættir hún teygjuæfingunum og hnykkir mjöðmunum framan í myndavélina. Gamli þátturinn er nútímavæddur og klámvæddur. Karllægt sjónarhornið er ýkt, myndavélin súmmar inn á klofið í það sem virðist vera óratími, þannig senan verður pornógrafísk. Myndin er að því leytinu frábær spegill sem neyðir mann til að horfast í augu við eigin afstöðu og fordóma til líkamans. Sýnir okkur hvernig við höfum vanið okkur á að fyrirlíta gamla hrukkótta líkama og dást að sléttum ungum kroppum. Sue býr yfir hinum eftirsótta líkama, þeim sem við höfum sett á stall og birtist okkur með glansmynd á samfélagsmiðlum.Mubi Hryllilega fyndinn fáránleiki Undarlegur heimurinn kallast á við söguþráðinn sem er svo einfaldur að hann minnir á dæmisögu þar sem hetjan fær makleg málagjöld vegna breyskleika síns. Ein áhugaverðasta pæling myndarinnar er að sjálfið stjórnist af líkamanum en ekki öfugt.Mubi Einfaldleikinn birtist líka í blygðunarlausu myndmáli þar sem áhorfendur eru mataðir eins og börn með ofskýrandi senum eða endurliti til áminningar um hvað hefur þegar gerst. Nöfn persónanna eru partur af þessu; Elisabeth sindrar (Sparkle) beinlínis eins og stjarna, framleiðandinn Harvey vísar augljóslega í Weinstein nokkurn og manni verður strax hugsað til erkitýpunnar Mary Sue þegar Sue kemur til sögunnar. Ýktur raunveruleiki myndarinnar gerir að verkum að hún verður í senn fáránleg og hryllilega fyndin. Maður finnur til með persónunum en getur samt ekki annað en hlegið yfir örlögum þeirra. Hollywood-endir fyrir alvöru stjörnu Þeir sem horfa á myndina í von um að fá kraftmikla feminíska ádeilu verða eflaust fyrir miklum vonbrigðum. Aftur á móti er myndin þrusugóð líkamshrollvekja sem gerir vel í að byggja upp óþægindi áhorfenda jafnt og þétt. Maður veltir því fyrir sér hversu lengi þetta geti versnað hjá vesalings konunni. Þar sem þetta er frönsk mynd er maður snemma meðvitaður um að hún fái engan Hollywood-endi. Eða hvað? Sue verður að stjörnu um leið og hún brýst fram á sjónarsviðið. En gamanið er fljótt að kárna. Mubi „Hvert ætla þau að snúa sér nú?“ hugsar maður þegar allt virðist komið á endastöð. En þá tekur við stórkostlegur lokakafli þar sem engu er til sparað og viðbjóðurinn nær hæstu hæðum. Eða öllu heldur lægstu lægðum. Afskræmdir útlimir, lafandi holdpokar og ævintýralegt vessaflóð. Við endum þar sem við byrjuðum, á stjörnunni á frægðarstígnum, nema nú horfum við með Sparkle sjálfri upp í sindrandi stjörnubjartan himininn. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna Þegar best lætur gefur Efnið bestu líkamshrollvekjum ekkert eftir og skipar sér sess með sígildum verkum á borð við The Fly og Videodrome eftir David Cronenberg, Re-Animator eftir Stuart Gordon og Titane eftir Juliu Ducornau. Áhorfendur eru neyddir til að horfast í augu við klámvæðingu skemmtanabransans og hvernig við höfum lært að hata hrörnun líkamans. Aftur á móti kafar Fargeat grunnt og skilur Efnið ekki sérlega mikið eftir nema minningar um ævintýralegan viðbjóð. Séu áhorfendur að leita að feminískri ádeilu sem tekur fyrir málefni og hugmyndir nútímans af raunverulegri dýpt verða þeir eflaust fyrir vonbrigðum. En vilji þeir viðbjóð sem fær mann til að engjast um af óþægindum þá verða þeir ekki fyrir vonbrigðum. Af honum er nóg að taka. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þannig hljómar raunveruleiki margra leikkvenna á miðjum aldri og er jafnframt söguþráður The Substance, líkamshrollvekju (e. body horror), eftir hina frönsku Coralie Fargeat sem bæði leikstýrir og skrifar handritið. Substance var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar og hlaut þar verðlaun fyrir besta handrit. Hérlendis var Efnið frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF 28. september og hefur verið í sýningu í Bíó Paradís undanfarinn mánuð. Fréttaflutningur um myndina á Íslandi hefur þó aðallega lýst ofsafengnum viðbrögðum bíógesta. Á RIFF fékk einn áhorfandi myndarinnar aðsvif og í Bíó Paradís hefur liðið yfir að minnsta kosti þrjá gesti og einn ælt. Eftir að hafa séð The Substance skilur maður að sumir ráði illa við að horfa á hana. Eftir því sem líður á söguna er stöðugt gengið lengra; nálar eru þræddar gegnum kjötbita, blóð og gröftur vessa fram og sprautum er ítrekað stungið í hold. Blóð- og sprautufóbískir áhorfendur eru því augljós áhættuhópur. Þar að auki dynja strobe-ljós lengi á áhorfendum í einni senu og er tilefni til að vara flogaveika við því. En hvað með sjálft Efnið? Of gott til að vera satt Við sjáum í upphafi þegar stjarna Elisabeth Sparkle er lögð á frægðarstétt Hollywood (e. Hollywood Walk of Fame) og síðan hvernig hún dofnar með árunum, sprungur myndast í stéttina og fólk gleymir nafninu sem prýðir stjörnuna. Á frægðarstíg Hollywood sem teygisr sig eftir Hollywood Bouleward í Los Angeles eru um 2.800 stjörnur sem hafa sett svip sinn á bransann. Demi Moore leikur hina gullfallegu Elisabeth Sparkle, fyrrverandi Óskarsverðlaunahafa sem er hætt að leika og hefur stýrt vinsælum leikfimiþætti í sjónvarpi um árabil. Rétt eins og hjá Moore sjálfri hefur stjarna Sparkle dofnað. Á fimmtugsafmæli Elisabeth er henni tilkynnt af fyrirlitlega sjónvarpsframleiðandanum Harvey (sem er frábærlega túlkaður af Dennis Quaid) að búið sé að leggja þátt hennar niður. Krafta hennar er ekki lengur óskað. Quaid er frábær sem hinn illa þokkaði Harvey, slepjuleikinn nánast lekur af honum.Mubi Svartnætti blasir við Sparkle sem hefur helgað líf sitt bransanum í skiptum fyrir það að vera elskuð og dáð. Hún er orðin úrelt og veit ekki hvað hún á til bragðs að taka. En þá birtist henni óvænt hið dularfulla Substance, svartamarkaðsefni sem lofar þeim sem tekur það „yngri, fallegri og fullkomnari“ útgáfu af sjálfum sér. Tilboðið hljómar of gott til að vera satt en Elizabeth er örvæntingarfull og sprautar sig með Efninu. Án þess að gefa of mikið upp sprettur fram hin yngri og sætari Sue (leikin af Margaret Qualley). Í kjölfarið nær Sparkle að endurlífga feril sinn gegnum Sue. Eins og í öllum fástískum sögum gilda íþyngjandi reglur. Efninu fylgja leiðbeiningar sem neytandinn þarf að fylgja í einu og öllu. En mikill vill meira og Elisabeth uppgötvar að það fylgja því ýmsar aukaverkanir að viðhalda sér ungum. Þökk sé Efninu tekst Elisabeth að verða ung á ný. En henni gengur illa að aga sig í notkun lyfsins.Mubi Viðbjóðsleg töfralausn við elli Fargeat snertir á ólíkum skuggahliðum skemmtanabransans í Hollywood: fegurðarstöðlum, líkamsímyndum, aldursfordómum og klámvæðingu. Þar á bæ eru lýtaaðgerðir til að hægja á hrörnun býsna algengar og í raun stór hluti af meginstraumsmenningu. Sjálft Efnið minnir um margt á Ozempic, sykursýkislyf sem er notað til að stuðla að þyngdartapi. Langtímarannsóknir skortir á Ozempic en sprenging hefur orðið í notkun þess. Myndin fjallar því um hluti sem eru í deiglunni. Fólk sem er á sykursýkislyfjunum Ozempic og Wegovy sprautar sig einu sinni í viku. Notkun hins eiturgræna Efnis byggist líka á vikulöngum tímamörkum.Mubi/Vísir Þrátt fyrir það virðist sem Fargeat hafi ekki mikinn áhuga á að því að kafa dýpra en bara rétt undir yfirborðið. Frekar má segja að hún nýti þessar hugmyndir um líkamann sem stökkpall inn í hryllinginn. Myndin er svo grótesk og grafísk að á köflum engdist gagnrýnandi um í sæti sínu og þurfti oft að líta undan. Fjölbreyttur hópur fagfólks kemur líka saman til að framkalla viðbjóðinn; Pierre-Olivier Persin býr til raunsæisleg og ógeðsleg gervi, búningar Emmanuelle Youchnovski poppa upp skjáinn og myndataka Benjamin Kracun fangar ókennileika heimsins. Lýsingin ýkir ógeðið og hljóðið er svo einna áhrifamest í að ögra áhorfandanum. Hver nálastunga sker í eyrun, ítrekað er smjattað hátt og þegar myndin nær hámarki sínu flæða fram vessar með látum. Þeir sem vilja forðast alveg að láta spilla myndinni fyrir sér skulu hoppa yfir næstu fjóra kafla og fara beint í niðurstöðurnar neðst. Togstreita milli nýja líkamans og þess gamla Eftir að Elisabeth hefur sprautað sig með Efninu sprettur líkami Sue út úr bakinu á henni. Gamli líkami Elisabeth lifir þó áfram og samkvæmt reglunum getur hún aðeins verið í hvorum líkama í viku í senn áður en hún þarf að skipta. Á meðan liggur hinn líkaminn falinn inn á baði, óhreyfður og meðvitundarlaus, eins og málverkið af Dorian Grey. Fljótlega myndast togstreita milli gamla og nýja líkamans, persóna Sparkle tvístrast. Sue vill fá að vera ung lengur en í viku og brýtur reglurnar. Framlengd æska Sue veldur því hins vegar að líkami Elisabeth tekur að hrörna hraðar. Sue sýgur meiri og meiri tíma frá Elisabeth og gamli líkaminn verður um leið sífellt viðurstyggilegri og hrörlegri. Hin unga Sue í miðju spíkati á meðan hin gamla Elisabeth vofir yfir í bakgrunni.Mubi Líkamshryllingurinn sýnir þannig myndrænt hvernig sjálfshatur Elisabeth gerir það að verkum að hún grefur sig dýpra og dýpra. Elisabeth tekur að fyrirlíta hina ungu og vinsælu Sue vegna þess hvernig er komið fyrir sér. Samt getur hún ekki hætt á Efninu af því hún fyrirlítur sinn aldraða líkama meira. Þrátt fyrir það finnst manni á köflum fullmiklu púðri eytt í að sýna hvert skref í notkun Efnisins. Myndin er tveir tímar og tuttugu mínútur en maður fær sáralítið að vita um Elisabeth og Sue fyrir utan „innri“ baráttu þeirra. Hryllingurinn er settur í forgang og er endurtekinn aftur og aftur á kostnað persónusköpunar. Klámvædd morgunleikfimi fyrir nýja tíma Heimurinn sem er skapaður í myndinni er stílíseruð útgáfa af Hollywood. Hvergi er samfélagsmiðla nútímans að sjá og miðað við sjónvarpsdagskrána mætti halda að áhorfendur væru komnir nokkra áratugi aftur í tímann eða í hliðarveruleika. Leikfimiþættir Elisabeth Sparkle sem sýnt er frá í upphafi myndar minna á morgunleikfimina sem sýnd var í sjónvarpi á níunda og tíunda áratugnum (sjá Jane Fonda og Ágústu Johnson). Með þessu virðist leikstjórinn vilja fjarlægjast samtímann, forðast móralska umræðu um fegurðardýrkun á samfélagsmiðlum. Eftir góðan feril í Hollywood sýndi Jane Fonda leikfimiæfingar í sjónvarpi. Þær fóru vítt og breitt um heiminn og kenndi Ágústa Johnson slíka tíma hér á landi. Þegar Sparkle umbreytist í Sue sækist hún eftir því að taka við sínum gamla þætti og gerir það. Þátturinn breytist lítið nema æfingar breytast í kynferðislegan dans. Frekar en að reyna aftur fyrir sér í leiklistinni, ögra sér á ný, sækist hún í það sem hún hafði vanist undir lok ferilsins. Um leið þurrkar hún út arfleifð Elisabeth Sparkle. Þessi heimur sem Fargeat skapar virkar þó hann sé ankannalegur. Leikfimiþáttur Sparkle undirstrikar hvað hún er gamaldags. Þegar Sue tekur við hættir hún teygjuæfingunum og hnykkir mjöðmunum framan í myndavélina. Gamli þátturinn er nútímavæddur og klámvæddur. Karllægt sjónarhornið er ýkt, myndavélin súmmar inn á klofið í það sem virðist vera óratími, þannig senan verður pornógrafísk. Myndin er að því leytinu frábær spegill sem neyðir mann til að horfast í augu við eigin afstöðu og fordóma til líkamans. Sýnir okkur hvernig við höfum vanið okkur á að fyrirlíta gamla hrukkótta líkama og dást að sléttum ungum kroppum. Sue býr yfir hinum eftirsótta líkama, þeim sem við höfum sett á stall og birtist okkur með glansmynd á samfélagsmiðlum.Mubi Hryllilega fyndinn fáránleiki Undarlegur heimurinn kallast á við söguþráðinn sem er svo einfaldur að hann minnir á dæmisögu þar sem hetjan fær makleg málagjöld vegna breyskleika síns. Ein áhugaverðasta pæling myndarinnar er að sjálfið stjórnist af líkamanum en ekki öfugt.Mubi Einfaldleikinn birtist líka í blygðunarlausu myndmáli þar sem áhorfendur eru mataðir eins og börn með ofskýrandi senum eða endurliti til áminningar um hvað hefur þegar gerst. Nöfn persónanna eru partur af þessu; Elisabeth sindrar (Sparkle) beinlínis eins og stjarna, framleiðandinn Harvey vísar augljóslega í Weinstein nokkurn og manni verður strax hugsað til erkitýpunnar Mary Sue þegar Sue kemur til sögunnar. Ýktur raunveruleiki myndarinnar gerir að verkum að hún verður í senn fáránleg og hryllilega fyndin. Maður finnur til með persónunum en getur samt ekki annað en hlegið yfir örlögum þeirra. Hollywood-endir fyrir alvöru stjörnu Þeir sem horfa á myndina í von um að fá kraftmikla feminíska ádeilu verða eflaust fyrir miklum vonbrigðum. Aftur á móti er myndin þrusugóð líkamshrollvekja sem gerir vel í að byggja upp óþægindi áhorfenda jafnt og þétt. Maður veltir því fyrir sér hversu lengi þetta geti versnað hjá vesalings konunni. Þar sem þetta er frönsk mynd er maður snemma meðvitaður um að hún fái engan Hollywood-endi. Eða hvað? Sue verður að stjörnu um leið og hún brýst fram á sjónarsviðið. En gamanið er fljótt að kárna. Mubi „Hvert ætla þau að snúa sér nú?“ hugsar maður þegar allt virðist komið á endastöð. En þá tekur við stórkostlegur lokakafli þar sem engu er til sparað og viðbjóðurinn nær hæstu hæðum. Eða öllu heldur lægstu lægðum. Afskræmdir útlimir, lafandi holdpokar og ævintýralegt vessaflóð. Við endum þar sem við byrjuðum, á stjörnunni á frægðarstígnum, nema nú horfum við með Sparkle sjálfri upp í sindrandi stjörnubjartan himininn. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna Þegar best lætur gefur Efnið bestu líkamshrollvekjum ekkert eftir og skipar sér sess með sígildum verkum á borð við The Fly og Videodrome eftir David Cronenberg, Re-Animator eftir Stuart Gordon og Titane eftir Juliu Ducornau. Áhorfendur eru neyddir til að horfast í augu við klámvæðingu skemmtanabransans og hvernig við höfum lært að hata hrörnun líkamans. Aftur á móti kafar Fargeat grunnt og skilur Efnið ekki sérlega mikið eftir nema minningar um ævintýralegan viðbjóð. Séu áhorfendur að leita að feminískri ádeilu sem tekur fyrir málefni og hugmyndir nútímans af raunverulegri dýpt verða þeir eflaust fyrir vonbrigðum. En vilji þeir viðbjóð sem fær mann til að engjast um af óþægindum þá verða þeir ekki fyrir vonbrigðum. Af honum er nóg að taka.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira