Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 6. nóvember 2024 15:45 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Arne Slot og Liverpool á þessari leiktíð, sérstaklega þegar horft er til þess að hann er að taka við af Jurgen Klopp sem var afar vel metinn af bæði leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins. Þrátt fyrir að Arne Slot sé frábær taktískur þjálfari og agaður þá er ýmislegt í fari hans og framkomu sem gerir hann að góðum þjálfara. The Athletic birti áhugaverða grein nýlega þar sem fjallað var um áherslu hans á andlega hlið leikmanna og að hver og hvernig hver og einn einstaklingur innan hópsins skiptir máli. Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool ræddi nýverið við Rio Ferdinand fyrrum leikmann Manchester United um reynslu sína af Arne Slot. Hann talaði fyrst og fremst mjög vel um hann sem þjálfara. Hann sagði frá því hvernig Slot vinni markvisst að því að skapa aðstæður þar sem hver og einn leikmaður finnur að hann tilheyri og sé mikilvægur fyrir heildina. Hann sagði frá áherslum Slot á andlegan undirbúning og hvernig hann reynir að mæta þörfum hvers og eins leikmanns. Hann leggur mikla vinnu í að hjálpa leikmönnum að bæta sig og þróa sinn leik. Fyrrum leikmenn hans hafa sagt frá því hvernig hann leggur mikla áherslu á hvatningu og að veita uppbyggilega endurgjöf. Hann virðir framlag hvers og eins og sýnir að hann beri umhyggju fyrir leikmönnum með því að koma fram við þá fyrst og fremst sem einstaklinga. Hann sýnir leikmönnum virðingu og er styðjandi. Rannsóknir hafa sýnt að umhyggja og auðmýkt þjálfara í garð leikmanna skiptir miklu máli. Til dæmis að vera umhugað um líðan leikmanna, setja sig í spor þeirra, vera til staðar fyrir þá, hlusta og leyfa þeim að hafa sitt að segja. Góð samskipti og almenn samskiptafærni eru einnig mikilvægir þættir þegar kemur að því að bæta frammistöðu og færni leikmanna. Rannsóknir styðja við þá nálgun hvort sem um er að ræða almennt í stjórnun, þjálfun eða kennslu. Slot virðist uppfylla þessi skilyrði og gott betur. Hann býr yfir þeirri hæfni að vera sveigjanlegur en hann er einnig nákvæmur og gefur leikmönnum liðsins einföld og skýr skilaboð. Þannig að leikmenn hafi hlutverk sín á hreinu. Sjálfstraust og líkamstjáning Sjálfstraust er trú einstaklingsins á eigin getu og líkamstjáning er ákveðin samskiptaleið. Líkamstjáning getur gefið til kynna hvernig okkur líður og þannig gefum við frá okkur ákveðin skilaboð. Ég hef tekið eftir því hvernig hann hefur verið mjög öruggur í framkomu og samskiptum og sýnt mjög sterka og sannfærandi líkamstjáningu sem í raun geislar af sjálfstrausti. Sérstaklega hef ég tekið eftir framkomu hans. Hann er öruggur, rólegur, horfir upp og hikar ekki þegar hann talar. Í íþróttum er það þannig að leikmenn og andstæðingar veita líkamstjáningu athygli og með henni erum við að gefa frá okkur ákveðið sjálfsöryggi. Þetta getur verið stór þáttur í því að vinna sér inn traust og trú leikmanna þ.e. hvernig þjálfarinn ber sig en líka hvernig hann tjáir sig. Ég hef einnig fylgst með því hvernig hann kemur fram. Hann er með opna líkamsstöðu, notar allar handahreyfingar á mjög yfirvegaðan máta, er beinn í baki og horfir í augun á þeim sem talar við hann. Þá virðist hann líka vera vel undirbúinn. Líkamstjáning hans er almennt mjög yfirveguð og róleg sem gefur til kynna að hann hafi almennt stjórn á aðstæðunum (þó svo kannski hann hafi það ekki). Það er góður jarðvegur fyrir trú og stöðugleika. Sérstaklega þegar það verða þjálfara skipti og miklar breytingar. Fjölmiðlar erlendis og fyrrum leikmenn stórra liða hafa einnig tekið eftir þessu og haft orð á öruggri framkomu hans. Stjórnun og vaxtarhugarfar Slot leggur mikla áherslu á að efla sjálfstraust, liðsanda og þrautseigju. Það má segja að hann nýti aðferð sem er þekkt í stjórnun, svokallaðan lýðræðislegan stjórnunarstíl (e. democratic management style) sem þýðir að hann leitar markvisst eftir hugmyndum og skoðunum frá leikmönnum og öðru starfsfólki. Hann leggur mikla áherslu á þátttöku þjálfarateymis og leikmanna við ákvarðanatökur. Þó svo að á endanum beri hann ábyrgðina þá leggur hann mikla áherslu á að skapa svigrúm fyrir slíka vinnu. Hann telur mikilvægt að hlusta á raddir þeirra sem starfa fyrir klúbbinn, sama hver það er. Uppbyggileg skoðanaskipti eru jú mikilvægur liður til að þróa og móta jákvæða menningu innan félagsins. Í slíku umhverfi er virðing borin fyrir styrkleikjum og veikleikum hvers og eins. Fjölmargar rannsóknir styðja við þessa nálgun. Slík nálgun eykur tilfinningu meðal leikmanna um sameiginlega ábyrgð. Slík nálgun er líklegri til að efla samheldni innan hópsins og að leikmönnum líði vel. Því ef leikmönnum líður vel þá er liðið líklegra til að ná árangri. Slot leggur einnig áherslu á það sem kallað er vaxtarhugarfar (e. growth mindset) sem lýsir sér þannig að leikmenn með slíkan þjálfara eru tilbúnari að takast á við krefjandi áskoranir og aðstæður, sýna seiglu og þrautseigju og læra af mistökum. Þeir einstaklingar trúa því að með vinnusemi, skynsemi og áhættu geti þeir bætt sig. Leikmenn vilja halda áfram að takast á við krefjandi áskoranir og sækjast jafnvel í slíkar aðstæður. Leikmenn sem tileinka sér vaxtarhugarfar eru líklegri til að bregðast uppbyggilega við mistökum og jafnvel prófa nýja hluti og í raun líta á það sem hluta af einhvers konar lærdómsferli til að bæta sig og verða betri. Þeir þjálfarar sem eru sveigjanlegir eiga auðveldara með að byggja upp þrautseigju og seiglu hjá leikmönnum þrátt fyrir óvæntar og oft erfiðar áskoranir sem komið geta upp eins og í fótbolta. Fótbolti er í stöðugri þróun og kröfur og þarfir leikmanna breytast. Það er því sérstaklega mikilvægt að þjálfari geti aðlagað sig að þeim breytingum. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Fótbolti Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar Skoðun Pólitísk loforð Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Arne Slot og Liverpool á þessari leiktíð, sérstaklega þegar horft er til þess að hann er að taka við af Jurgen Klopp sem var afar vel metinn af bæði leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins. Þrátt fyrir að Arne Slot sé frábær taktískur þjálfari og agaður þá er ýmislegt í fari hans og framkomu sem gerir hann að góðum þjálfara. The Athletic birti áhugaverða grein nýlega þar sem fjallað var um áherslu hans á andlega hlið leikmanna og að hver og hvernig hver og einn einstaklingur innan hópsins skiptir máli. Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool ræddi nýverið við Rio Ferdinand fyrrum leikmann Manchester United um reynslu sína af Arne Slot. Hann talaði fyrst og fremst mjög vel um hann sem þjálfara. Hann sagði frá því hvernig Slot vinni markvisst að því að skapa aðstæður þar sem hver og einn leikmaður finnur að hann tilheyri og sé mikilvægur fyrir heildina. Hann sagði frá áherslum Slot á andlegan undirbúning og hvernig hann reynir að mæta þörfum hvers og eins leikmanns. Hann leggur mikla vinnu í að hjálpa leikmönnum að bæta sig og þróa sinn leik. Fyrrum leikmenn hans hafa sagt frá því hvernig hann leggur mikla áherslu á hvatningu og að veita uppbyggilega endurgjöf. Hann virðir framlag hvers og eins og sýnir að hann beri umhyggju fyrir leikmönnum með því að koma fram við þá fyrst og fremst sem einstaklinga. Hann sýnir leikmönnum virðingu og er styðjandi. Rannsóknir hafa sýnt að umhyggja og auðmýkt þjálfara í garð leikmanna skiptir miklu máli. Til dæmis að vera umhugað um líðan leikmanna, setja sig í spor þeirra, vera til staðar fyrir þá, hlusta og leyfa þeim að hafa sitt að segja. Góð samskipti og almenn samskiptafærni eru einnig mikilvægir þættir þegar kemur að því að bæta frammistöðu og færni leikmanna. Rannsóknir styðja við þá nálgun hvort sem um er að ræða almennt í stjórnun, þjálfun eða kennslu. Slot virðist uppfylla þessi skilyrði og gott betur. Hann býr yfir þeirri hæfni að vera sveigjanlegur en hann er einnig nákvæmur og gefur leikmönnum liðsins einföld og skýr skilaboð. Þannig að leikmenn hafi hlutverk sín á hreinu. Sjálfstraust og líkamstjáning Sjálfstraust er trú einstaklingsins á eigin getu og líkamstjáning er ákveðin samskiptaleið. Líkamstjáning getur gefið til kynna hvernig okkur líður og þannig gefum við frá okkur ákveðin skilaboð. Ég hef tekið eftir því hvernig hann hefur verið mjög öruggur í framkomu og samskiptum og sýnt mjög sterka og sannfærandi líkamstjáningu sem í raun geislar af sjálfstrausti. Sérstaklega hef ég tekið eftir framkomu hans. Hann er öruggur, rólegur, horfir upp og hikar ekki þegar hann talar. Í íþróttum er það þannig að leikmenn og andstæðingar veita líkamstjáningu athygli og með henni erum við að gefa frá okkur ákveðið sjálfsöryggi. Þetta getur verið stór þáttur í því að vinna sér inn traust og trú leikmanna þ.e. hvernig þjálfarinn ber sig en líka hvernig hann tjáir sig. Ég hef einnig fylgst með því hvernig hann kemur fram. Hann er með opna líkamsstöðu, notar allar handahreyfingar á mjög yfirvegaðan máta, er beinn í baki og horfir í augun á þeim sem talar við hann. Þá virðist hann líka vera vel undirbúinn. Líkamstjáning hans er almennt mjög yfirveguð og róleg sem gefur til kynna að hann hafi almennt stjórn á aðstæðunum (þó svo kannski hann hafi það ekki). Það er góður jarðvegur fyrir trú og stöðugleika. Sérstaklega þegar það verða þjálfara skipti og miklar breytingar. Fjölmiðlar erlendis og fyrrum leikmenn stórra liða hafa einnig tekið eftir þessu og haft orð á öruggri framkomu hans. Stjórnun og vaxtarhugarfar Slot leggur mikla áherslu á að efla sjálfstraust, liðsanda og þrautseigju. Það má segja að hann nýti aðferð sem er þekkt í stjórnun, svokallaðan lýðræðislegan stjórnunarstíl (e. democratic management style) sem þýðir að hann leitar markvisst eftir hugmyndum og skoðunum frá leikmönnum og öðru starfsfólki. Hann leggur mikla áherslu á þátttöku þjálfarateymis og leikmanna við ákvarðanatökur. Þó svo að á endanum beri hann ábyrgðina þá leggur hann mikla áherslu á að skapa svigrúm fyrir slíka vinnu. Hann telur mikilvægt að hlusta á raddir þeirra sem starfa fyrir klúbbinn, sama hver það er. Uppbyggileg skoðanaskipti eru jú mikilvægur liður til að þróa og móta jákvæða menningu innan félagsins. Í slíku umhverfi er virðing borin fyrir styrkleikjum og veikleikum hvers og eins. Fjölmargar rannsóknir styðja við þessa nálgun. Slík nálgun eykur tilfinningu meðal leikmanna um sameiginlega ábyrgð. Slík nálgun er líklegri til að efla samheldni innan hópsins og að leikmönnum líði vel. Því ef leikmönnum líður vel þá er liðið líklegra til að ná árangri. Slot leggur einnig áherslu á það sem kallað er vaxtarhugarfar (e. growth mindset) sem lýsir sér þannig að leikmenn með slíkan þjálfara eru tilbúnari að takast á við krefjandi áskoranir og aðstæður, sýna seiglu og þrautseigju og læra af mistökum. Þeir einstaklingar trúa því að með vinnusemi, skynsemi og áhættu geti þeir bætt sig. Leikmenn vilja halda áfram að takast á við krefjandi áskoranir og sækjast jafnvel í slíkar aðstæður. Leikmenn sem tileinka sér vaxtarhugarfar eru líklegri til að bregðast uppbyggilega við mistökum og jafnvel prófa nýja hluti og í raun líta á það sem hluta af einhvers konar lærdómsferli til að bæta sig og verða betri. Þeir þjálfarar sem eru sveigjanlegir eiga auðveldara með að byggja upp þrautseigju og seiglu hjá leikmönnum þrátt fyrir óvæntar og oft erfiðar áskoranir sem komið geta upp eins og í fótbolta. Fótbolti er í stöðugri þróun og kröfur og þarfir leikmanna breytast. Það er því sérstaklega mikilvægt að þjálfari geti aðlagað sig að þeim breytingum. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar