Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun