Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 16:32 Nikolaj Hansen kom Víkingum á bragðið í Kópavogi í dag. vísir/Anton Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Sjá meira
Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Sjá meira