Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 16:32 Nikolaj Hansen kom Víkingum á bragðið í Kópavogi í dag. vísir/Anton Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira