Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Friðrik Erlingsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun