Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 23:15 Susie Wiles og Donald Trump á sviði í Flórída í vikunni. AP/Alex Brandon Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan. Í yfirlýsingu frá Trump segir hann að Wiles hafi hjálpað honum að vinna sögulegan sigur í forsetakosningunum og hún hafi spilað stóra rullu í þremur framboðum hans. hann segir Wiles vera harða í horn að taka, snjalla og að allir dáist að henni og virði. Wiles er talin hafa spilað mjög stóra rullu í kosningabaráttu Trumps að þessu sinni. Samkvæmt frétt New York Times þekkir Wiles fjölskyldu Trumps vel, enda hafa þau þekkst um langt skeið. Auk þess að hafa hjálpað honum í kosningabaráttunni hefur Wiles einnig hjálpað honum í samskiptum við ýmsa lögmenn hans á undanförnum árum. Í síðustu forsetatíð hans, frá 2016 til 2020, hafði hann fjóra starfsmannastjóra og þekkti hann þá alla tiltölulega lítið áður en hann réði þá. Fyrst réð hann Reince Priebus, sem sinnti stöðunni í um hálft ár. Síðan tók við John F. Kelly, sem sinnti stöðunni í um eitt og hálft ár. Sá þriðji var Mick Mulvany, sem var starfsmannastjóri í rúmt ár og síðan réði Trump Mark Meadows, sem var í stöðunni í tæpt ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi. 7. nóvember 2024 23:01 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Donald Trump forseti á nýjan leik Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. 6. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Trump segir hann að Wiles hafi hjálpað honum að vinna sögulegan sigur í forsetakosningunum og hún hafi spilað stóra rullu í þremur framboðum hans. hann segir Wiles vera harða í horn að taka, snjalla og að allir dáist að henni og virði. Wiles er talin hafa spilað mjög stóra rullu í kosningabaráttu Trumps að þessu sinni. Samkvæmt frétt New York Times þekkir Wiles fjölskyldu Trumps vel, enda hafa þau þekkst um langt skeið. Auk þess að hafa hjálpað honum í kosningabaráttunni hefur Wiles einnig hjálpað honum í samskiptum við ýmsa lögmenn hans á undanförnum árum. Í síðustu forsetatíð hans, frá 2016 til 2020, hafði hann fjóra starfsmannastjóra og þekkti hann þá alla tiltölulega lítið áður en hann réði þá. Fyrst réð hann Reince Priebus, sem sinnti stöðunni í um hálft ár. Síðan tók við John F. Kelly, sem sinnti stöðunni í um eitt og hálft ár. Sá þriðji var Mick Mulvany, sem var starfsmannastjóri í rúmt ár og síðan réði Trump Mark Meadows, sem var í stöðunni í tæpt ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi. 7. nóvember 2024 23:01 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Donald Trump forseti á nýjan leik Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. 6. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi. 7. nóvember 2024 23:01
Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Donald Trump forseti á nýjan leik Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. 6. nóvember 2024 07:17