Má búast við hasar í hörkuverkefni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. nóvember 2024 15:32 Valskonur eiga hörkuverkefni fyrir höndum gegn sterku liði Kristianstad. vísir / hulda margrét Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi. „Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun. Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
„Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira