Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 16:07 Bjarni Benediktsson er meðal annars starfandi matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn. Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira