Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:21 Carlo Ancelotti mætti kokhraustur á blaðmannafund fyrir leik Real Madrid og telur að lið hans muni sýna sitt rétta andlit í dag. Getty/ Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn. Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira