Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Dómstólar Dómsmál Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun