Glódís Perla Viggósdóttir og félegar hennar í Bayern náði aðeins jafntefli í sínum leik í gær og Wolfsburg er því komið með tveggja stiga forskot á toppnum.
Wolfsburg hefur unnið sjö af níu leikjum sínum og aðeins tapað einu sinni.
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á varamannabekknum hjá Wolfsburg en kom inn í leikinn á 76. mínútu.
Wolfsburg náði ekki að bæta við mörkum á meðan hún var inn á.
Mörk Wolfsburg skoruðu þær Alexandra Popp, Janina Minge og Joelle Wedemeyer.
Sveindís kom inná fyrir Jule Brand og náði íslenska landsliðskonan einu skoti þann tíma sem hún spilaði.