Leikur St. Pauli og Bayern var ekki mikið fyrir augað en gestirnir lönduðu á endanum gríðarlega mikilvægum þremur stigum þökk sé sigurmarki Jamal Musiala á 22. mínútu.
Florian Wirtz lagði boltann á Patrik Schick sem kom Leverkusen yfir á 18. mínútu en Koji Miyoshi jafnaði fyrir Bochum þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma, lokatölur 1-1.
Emre Can sá rautt á 27. mínútu í leik Dortmund og Mainz. Eftir það áttu gulir gestirnir aldrei séns og unnu Mainz 3-1 sigur. Serhou Guirassy með mark Dortmund úr vítaspyrnu.
Bayenr hefur nú spilað 10 leiki án ósigurs og er með 26 stig á toppi deildarinnar. RB Leipzig er með 23 stig í 2. sætinu og á leik til góða. Leverkusen er í 4. sæti með 17 stig á meðan Dortmund er í 7. sæti með 16 stig.