Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. nóvember 2024 07:15 Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun