Innlent

Í sjálf­heldu á eigin svölum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn lenti í sjálfheldu í húsnæði sínum í Hafnarfirði.
Maðurinn lenti í sjálfheldu í húsnæði sínum í Hafnarfirði. vísir/vilhelm

Lögregla sinnti margs konar verkefnum í dag eins og aðra daga, þar á meðal björgun manns sem staddur var í sjálfheldu á eigin svölum í Hafnarfirði. 

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að manninum hafi verið komið af svölunum og honum síðan veitt aðstoð við að komast aftur inn til sín. 

Fleira átti sér stað í dag, svo sem að „óvelkomnum aðilum“ hafi verið vísað úr bílastæðahúsi í miðborginni. Þá var tilkynnt um þjófnað í tveimur verslunum í miðborginni með stuttu millibili. 

Ökumaður var handtekinn í Hlíðahverfi fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Var hann fluttur á lögreglustöð. 

Þá voru fjöldamargir ökumenn kærðir fyrir hraðaksturs, meðal annars tveir fyrir að keyra á 109 og 108 km/klst þar sem hámarskhraði er 80 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×