„Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 21:01 Grindvíkingarnir Einar Dagbjartsson og Gunnar Sigurðsson munu seint gleyma atburðunum þann 10. nóvember. 2023. Vísir/Sigurjón Tíundi nóvember verður aldrei gleðidagur í augum Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín á þessum degi fyrir ári. Þetta segir bæjarstjórinn í Grindavík en bæjarbúar minntust tímamótanna í dag. Bæjarbúar voru þó glaðir að geta komið saman í kaffi í bænum í dag í tilefni af tímamótunum. Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira