Innlent

Myndaveisla: Grind­víkingar komu saman ári eftir rýmingu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það var falleg stund í Grindavíkurkirkju þegar bæjarbúar komu saman í kvöld.
Það var falleg stund í Grindavíkurkirkju þegar bæjarbúar komu saman í kvöld. ingibergur þór

Grindvíkingar héldu samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld þar sem ár er liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur.

Halla Tómadóttir, forseti Íslands flutti kveðju til Grindvíkinga. Auk hennar fluttu þau Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur og Ólafur Ólafsson, fyrirliði meistaraflokks karla í körfuknattleik ávörp. Þá voru lög flutt af kirkjukór Grindavíkur ásamt Kristjáni Hrannari Pálssyni organista.

Hér að neðan má sjá myndir frá samverustundinni. 

Það var þétt setið í Grindavíkurkirkju í kvöld.Ingibergur Þór
Ólafur Ólafsson, fyrirliði meistaraflokks karla í körfuknattleik hélt ræðu.ingibergur þór
Ólafur Ólafsson.Ingibergur Þór
Halla forseti og bæjarstjórinn Fannar Jónasson.Ingibergur Þór
Halla.Ingibergur Þór
Nokkur lög voru sungin.Ingibergur Þór
„Ég sagði í upphafi að ég gæti ekki sett mig í ykkar spor, ekkert okkar getur það, en ég get sagt í einlægni að í mínu lífi hafa erfiðir tímar iðulega verið undanfari betri tíma,“ sagði Halla í ræðu sinni.Ingibergur Þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×