Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. nóvember 2024 13:16 Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Sjá meira
Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun