Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. nóvember 2024 13:16 Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Sjá meira
Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun