Gul viðvörun tekur gildi á Breiðafirði klukkan tíu í dag og verður í gildi til klukkan sjö í fyrramálið. Er spáð sunnan 18 til 23 metrum á sekúndu á norðanverðu Snæfellsnesi með vindhviðum yfir 30 metra á sekúndu við fjöll.
Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi klukkan 14 og verður sömuleiðis í gildi til klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð sunnan 15 til 23 metrar á sekúndu og vindhviðum staðbundið yfir 30 metra á sekúndu við fjöll.
Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi klukkan 19 í kvöld og er í gildi til sjö í fyrramálið.
Ljóst má vera að varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.