Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Frá heimsþinginu í fyrra. sigurjón/stöð 2 Gestir á Heimsþingi kvenleiðtoga segja kominn tími til að grípa til aðgerða til að vinna gegn því bakslagi sem hafi orðið í jafnréttismálum á alþjóðlegri grundu. Þetta segir stjórnarformaður þingsins sem hófst í morgun. Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira