Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 15:15 Jürgen Klopp ræðir hér við David Coote á leik Liverpool gegn Southampton í maí 2022. Coote hefur sinnt dómarastörfum í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Getty/Robin Jones Myndband sem virðist sýna David Coote, dómara í ensku úrvalsdeildinni, tala með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018. Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Uppfært klukkan 15.28: Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að Coote sé nú kominn í ótímabundið bann á meðan að málið sé rannsakað. PGMOL: “David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.”More @MirrorFootball https://t.co/KeZvkTJt1w— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024 Enskir miðlar segja að ensku dómarasamtökin hafi nýhafið rannsókn vegna myndbandsins og Daily Mail bendir á þann möguleika að það sé falsað eða útbúið með notkun gervigreindar. Sé myndbandið hins vegar ekta er ljóst að Coote, sem nú síðast dæmdi 2-0 sigur Liverpool gegn Aston Villa um helgina, gæti verið í afar vondum málum. Recorded footage of David Coote calling Liverpool “sh*t” and Jurgen Klopp a “c*nt”.😳 pic.twitter.com/Kqc7SR8niW— Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 11, 2024 Myndbandið virðist vera frá tímum kórónuveirufaraldursins en á meðal þess sem Coote virðist segja í því, við félaga sinn, er að Liverpool hafi verið „skítlélegt“ í leik sem hann var fjórði dómari á, og að Klopp sé „algjör kunta“. Klopp hafi sakað hann um lygar og látið hann heyra það á leik gegn Burnley, sem endaði 1-1 árið 2020: „Ég hef engan áhuga á að tala við einhvern sem er svona fokking hrokafullur. Svo ég reyni mitt besta til að tala ekkert við hann,“ virðist Coote segja áður en hann hrósar James Milner og segist eiga í góðum samskiptum við hann. Á öðru myndbandi virðist félagi Coote segja fólki að það megi alls ekki dreifa myndböndunum. Eins og fyrr segir eru ensku dómarasamtökin sögð meðvituð um myndbandið og er málið til rannsóknar. Coote hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2018.
Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira