Innherji

For­maður Mið­flokksins er opinn fyrir sér­lögum um virkjanir

Hörður Ægisson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði á fundi SA að orkuskiptin væru að ganga mun hægar en margir myndu vilja og það væri alls ekki víst að Íslandi tækist að laða að sér nýja stórnotendur þar sem samkeppnishæfasta raforkan hefur verið virkjuð.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði á fundi SA að orkuskiptin væru að ganga mun hægar en margir myndu vilja og það væri alls ekki víst að Íslandi tækist að laða að sér nýja stórnotendur þar sem samkeppnishæfasta raforkan hefur verið virkjuð.

Almenn samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokkanna um mikilvægi þess að afla frekari grænnar orku, sé tekið mið af svörum oddvita þeirra í könnun sem Samtök atvinnulífsins lögðu fyrir þá í aðdraganda kosningafundar. Formenn Miðflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Samfylkingar eru áfram um að einfalda leyfisveitingarferlið til orkuöflunar, en á ólíkum forsendum þó.


Tengdar fréttir

Evrópa er að segja að hún verði að fara ís­lensku leiðina í orku­málum

Ný skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu, sem leiddi meðal annars í ljós að sveiflukennt orkuverð er ein helsta ástæða efnahagsvanda álfunnar, undirstrikar að „íslenska leiðin“ með áherslu á langtímasamninga við stórnotendur er forsenda fjárfestinga og öflugs atvinnulífs, að mati forstjóra Landsvirkjunar. Hann telur að umræða um að grípa mögulega inn í tvíhliða samninga milli Landsvirkjunar og stórra viðskiptavina í tengslum við heimildir til endursölu, með því að kippa þeim úr sambandi eða breyta með lagasetningu, endurspegla „ótrúlega skammsýni og algjört þekkingarleysi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×