Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 16:45 Martin Ödegaard var mættur aftur með fyrirliðabandið í leik með Arsenal gegn Chelsea í gær. Nú bíða leikir með norska landsliðinu, treysti fyrirliðinn sér í þá. getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði fyrirliðanum Martin Ödegaard óspart eftir endurkomu hans úr meiðslum. Ödegaard er nú farinn til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla. Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira