Innlent

Leyni­legar upp­tökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Ísraelskt njósnafyrirtæki sendi leynilegar upptökur á íslenska fjölmiðla. Jón Gunnarsson svarar fyrir málið í myndveri.

Verðmætustu handrit Íslendinga voru flutt með lögreglufylgd á nýjan stað. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra.

Sérfræðingur um mállíkön segir Ísland vel á vegið komið með að innleiða íslensku í allar helstu tækninýjungar. Við spyrjum gervigreindina hver muni bera sigur úr býtum í komandi kosningum.

Þá sjáum við frá Heimsþingi kvenleiðtoga sem fer fram í Hörpu og ræðum við bónda á sveitabæ sem segir nokkra hrafna iðulega opna póstkassa bæjarins og tæta í sig reikninga.

Þetta og fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×