Fótbolti

Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul Pogba hefur ekki spilað fótbolta síðustu mánuði en nú styttist í endurkomu.
Paul Pogba hefur ekki spilað fótbolta síðustu mánuði en nú styttist í endurkomu. Andrea Staccioli/Getty Images

Sky Sports greinir frá því að miðjumaðurinn Paul Pogba sé við það að rifta samningi sínum við ítalska efstu deildarliðið Juventus. Samningur hans er til sumarsins 2026 en hann hefur ekkert spilað undanfarna mánuði eftir að fara verið dæmdur í leikbann.

Upphaflega var Pogba dæmdur í fjögurra ára bann eftir að ólögleg efni fundist í blóðstreymi hans. Hann kærði niðurstöðuna og á endanum var leikbann hans stytt niður í 18 mánuði. Hann má því byrja að æfa með félagsliði á nýjan leik í janúar næstkomandi og spila í mars.

Juventus hefur gefið það út að leikmaðurinn sé ekki í framtíðarplönum sínum og vill félagið endilega losna við hann af launaskrá. Pogba virðist ekki hafa mikinn áhuga á að vera á mála hjá félagi sem vill hann ekki þó launin séu góð. Hann hefur verið orðaður við ýmis félög, þar á meðal í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu og svo víðsvegar um Evrópu.

Pogba er 31 árs gamall, hefur spilað 91 A-landsleik og varð heimsmeistari með Frakklandi sumarið 2018. Er félagslið varðar hefur leikmaðurinn aðeins spilað fyrir Manchester United og Juventus en það styttist í að hann finni sitt þriðja félagslið á annars glæstum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×