Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. nóvember 2024 08:45 Ungt fólk er meira en bara einn hópur. Ungt fólk samanstendur af mörgum mismunandi hópum, með mismunandi skoðanir, áhugamál og þarfir. Að reyna að ná til þeirra einungis með stuttum sketsum, meme-um og „brain rot “ efni á TikTok er mikil einföldun. Ungt fólk hefur líka áhuga á pólitík, vill fara á dýptina í málum og kynna sér stefnur flokka áður en það mótar sér skoðun. Ungt fólk á betra skilið en efni í litlum gæðum sem er of stutt til að geta talist upplýsandi. Það getur verið ógnvekjandi að stíga fyrstu skrefin sem kjósandi Að mæta á viðburði og ræða við oddvita og þingmenn getur alveg verið stórt skref. „Þarf ég ekki að vita eitthvað um öll mál til að geta tekið þátt?“ Gleymum því ekki að sérfræðingar í mörgum málum eru oft ungt fólk. Það þarf ekki að vita allt um alla málaflokka til þess að geta tekið þátt í umræðu um pólitík. Ýtum ekki undir efasemdir og vanmátt með því að tala niður til ungs fólks og gera lítið úr þeim sökum reynsluleysis. Við eigum að efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálaumræðu því þar er að finna raddir framtíðarinnar. Hlustum á ungt fólk og miðlum áfram því sem skiptir þau mestu máli Þegar að við nálgumst ungt fólk og þá sérstaklega fyrstu kjósendur er mikilvægt að við hlustum á þarfir mismunandi hópa og mætum þeim með mismunandi leiðum eftir þörfum hvers og eins. Samband ungra Framsóknarmanna hefur nú opnað kosningamiðstöð fyrir ungt fólk í Bankastræti 5 sem nefnist xB5. Þar bjóðum við ungt fólk velkomið sem vill mæta og ræða við annað ungt fólk. Þar getur þú mætt og gengið að því sem vísu að vel verði tekið á móti þér. Þar getur þú rætt um það sem skiptir þig máli við annað ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík og stjórnmálum. Opið á virkum dögum 15-20 og svo eftir klukkan 20:00 um helgar. Þá má finna ungt fólk í efstu sætum á listum Framsóknar í öllum kjördæmum. Finnið þau á viðburðum Framsóknar í ykkar kjördæmi og ég get lofað ykkur því að þau munu taka vel á móti ykkur. Sigríður - gervigreind Framsókn hefur einnig kynnt til leiks Sigríði, gervigreind Framsóknar sem svarar spurningum um Framsókn út frá stefnumálum flokksins. Mörg höfum við vanist því að spyrja ChatGPT út í hin ýmsu mál, þökk sé Lilju Alfreðsdóttur og hennar ráðuneyti sem hefur staðið að innleiðingu íslenskunnar svo við getum spurt og fengið svör á okkar móðurmáli. Nú getum við á sama hátt spurt Sigríði út í þau mál sem brenna helst á okkur. Hvað vilt þú vita um stefnu Framsóknar? Prófaðu að spyrja Sigríði gervigreind, okkur á xB5 kosningamiðstöð ungs fólks eða unga frambjóðendur á listum í þínu kjördæmi. Við viljum heyra hvað brennur á þér! Höfundur er í framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli Bragi Geirdal Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk er meira en bara einn hópur. Ungt fólk samanstendur af mörgum mismunandi hópum, með mismunandi skoðanir, áhugamál og þarfir. Að reyna að ná til þeirra einungis með stuttum sketsum, meme-um og „brain rot “ efni á TikTok er mikil einföldun. Ungt fólk hefur líka áhuga á pólitík, vill fara á dýptina í málum og kynna sér stefnur flokka áður en það mótar sér skoðun. Ungt fólk á betra skilið en efni í litlum gæðum sem er of stutt til að geta talist upplýsandi. Það getur verið ógnvekjandi að stíga fyrstu skrefin sem kjósandi Að mæta á viðburði og ræða við oddvita og þingmenn getur alveg verið stórt skref. „Þarf ég ekki að vita eitthvað um öll mál til að geta tekið þátt?“ Gleymum því ekki að sérfræðingar í mörgum málum eru oft ungt fólk. Það þarf ekki að vita allt um alla málaflokka til þess að geta tekið þátt í umræðu um pólitík. Ýtum ekki undir efasemdir og vanmátt með því að tala niður til ungs fólks og gera lítið úr þeim sökum reynsluleysis. Við eigum að efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálaumræðu því þar er að finna raddir framtíðarinnar. Hlustum á ungt fólk og miðlum áfram því sem skiptir þau mestu máli Þegar að við nálgumst ungt fólk og þá sérstaklega fyrstu kjósendur er mikilvægt að við hlustum á þarfir mismunandi hópa og mætum þeim með mismunandi leiðum eftir þörfum hvers og eins. Samband ungra Framsóknarmanna hefur nú opnað kosningamiðstöð fyrir ungt fólk í Bankastræti 5 sem nefnist xB5. Þar bjóðum við ungt fólk velkomið sem vill mæta og ræða við annað ungt fólk. Þar getur þú mætt og gengið að því sem vísu að vel verði tekið á móti þér. Þar getur þú rætt um það sem skiptir þig máli við annað ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík og stjórnmálum. Opið á virkum dögum 15-20 og svo eftir klukkan 20:00 um helgar. Þá má finna ungt fólk í efstu sætum á listum Framsóknar í öllum kjördæmum. Finnið þau á viðburðum Framsóknar í ykkar kjördæmi og ég get lofað ykkur því að þau munu taka vel á móti ykkur. Sigríður - gervigreind Framsókn hefur einnig kynnt til leiks Sigríði, gervigreind Framsóknar sem svarar spurningum um Framsókn út frá stefnumálum flokksins. Mörg höfum við vanist því að spyrja ChatGPT út í hin ýmsu mál, þökk sé Lilju Alfreðsdóttur og hennar ráðuneyti sem hefur staðið að innleiðingu íslenskunnar svo við getum spurt og fengið svör á okkar móðurmáli. Nú getum við á sama hátt spurt Sigríði út í þau mál sem brenna helst á okkur. Hvað vilt þú vita um stefnu Framsóknar? Prófaðu að spyrja Sigríði gervigreind, okkur á xB5 kosningamiðstöð ungs fólks eða unga frambjóðendur á listum í þínu kjördæmi. Við viljum heyra hvað brennur á þér! Höfundur er í framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun