Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 09:15 Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun