„Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 06:59 Gideon Saar tók við sem utanríkisráðherra Ísrael fyrr í mánuðinum, af Israel Katz. Getty/Amir Levy Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, sagði í gær að „ákveðinn árangur“ hefði náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon. Talsmenn Hezbollah staðfesta að viðræður eigi sér stað en segja engar ákveðnar tillögur liggja fyrir að svo stöddu. Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa. Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa.
Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira