Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 13. nóvember 2024 08:02 Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun