Veður

Gefa út gula við­vörun fyrir allt landið vegna norðan á­hlaups

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við stormi eða roki á norðanverðu landinu og mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll.
Búist er við stormi eða roki á norðanverðu landinu og mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni.

Á vef Veðurstofunnar segir að viðvörunin taki gildi klukkan sex á föstudagsmorgni og gildi fram á aðfararnótt sunnudagsins.

Búist er við stormi eða roki á norðanverðu landinu og mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll.

„Einnig er spáð talsverðri eða mikilli ofankomu og skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum bæði á fjallvegum sem og á láglendi. Samgöngutruflanir líklegar. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Gular viðvaranir eru einnig í gildi núna á stórum hluta landsins vegna sunnan og suðvestan hvassviðris á stærstum hluta landsins.


Tengdar fréttir

Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir

Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi víða með rigningu framan af degi en síðan skúrum en norðaustan- og austanlands verði allhvöss suðvestanátt og bjartviðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×