Innlent

Móðirin ætlar að á­frýja

Árni Sæberg skrifar
Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi.
Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm

Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis.

Dómur yfir konunni var kveðinn upp í síðustu viku en birtur í dag. Í honum kemur fram að matsmenn og yfirmatsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan hafi ekki verið alvarlega veik á geði þegar hún framdi voðaverkin á Nýbýlavegi í lok janúar síðastliðins.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að konan uppfyllti ekki skilyrði almennra hegningarlaga um refsileysi fyrir geðveikis sakir. Hún hefði samt sem áður verið haldin alvarlegu þunglyndi og örvinglun þegar hún réð yngri syni sínum bana og reyndi að myrða þann eldri.

Því var hvorki fallist á sýknukröfu konununnar né kröfu um að refsing hennar yrði lækkuð vegna andlegra veikinda og hún dæmd í átján ára fangelsi.

„Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ segir í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis.


Tengdar fréttir

Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi

Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×