Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 12. nóvember 2024 14:51 2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Skóla- og menntamál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar