Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 16:41 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Íslandsbanki hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu vaxtamálanna svokölluðu. Formaður Neytendasamtakanna segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og alfarið á skjön við ráðgefandi álit sem EFTA-dómstólinn gaf nýverið út. „Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt. Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
„Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt.
Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira