Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2024 17:16 Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. Sökum burðargetu, ástands brúarinnar og aukins umferðarálags er líklegt að grípa þurfi til takmarkana á þungaumferð um hana áður en ný brú verður tekin í notkun. Nokkur umræða hefur sprottið um hönnun nýju brúarinnar. Brúin er stagbrú og byggir valið á burðarformi á ítarlegri greiningu valkosta og er talin hagkvæmasti kosturinn, m.a. með hliðsjón af flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag vegna jarðskjálfta. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Verkið snýr að byggingu 330 metra langrar brúar, nýs 3,7 km Hringvegar auk um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afkastagetu Hringvegar, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Helsta breytingin sem framkvæmdin hefur í för með sér er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fimm til sex mínútur en mun meira á álagstímum. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Öll samgöngumannvirki sem Vegagerðin byggir eru hönnuð með hagkvæmni og virkni að leiðarljósi en ekki síður þannig að mannvirkin falli vel að landi og umhverfi á hverjum stað. Verkfræðilegar áskoranir sem fyrst og fremst ráðast af staðháttum og lausnir á þeim hafa verið hafðar að leiðarljósi við hönnun Ölfusárbrúar og aðliggjandi mannvirkja, alltaf þarf að taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Útkoman verður því vandað mannvirki sem mun standa til langs tíma. Skynsamlegt val Brúin verður 330 m löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin verður hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar til framtíðar verði þörf á því. Hönnun Ölfusárbrúar hefur verið talsvert til umræðu og ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti. Það er ekki þannig að það sé bara ein rétt lausn við hönnun brúa á hverjum stað og gjarnan fleiri en einn valkostur sem koma til greina. Mat á umhverfisáhrifum fór fram árið 2010 og var burðarform og útlit brúarinnar kynnt þar án þess að nokkrar athugasemdir kæmu hvað það varðar. Framkvæmdaleyfi vegna Ölfusárbrúar var gefið út haustið 2023 í framhaldi af grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust varðandi útlit brúarinnar. Almenningur og hagsmunaaðilar hafa því fengið að hafa skoðun á henni á opinberum vettvangi. Ein af frumforsendum hefur verið að ekki mætti hindra árfarveg Ölfusár enda er Ölfusá ein vatnsmesta á landsins og hafa flóð í henni haft áhrif á þéttbýlið á Selfossi og víðar í gegnum tíðina. Stórflóð voru t.d. 2006 og 1968 og þá hafa ísstíflur myndast, m.a. í brúarstæði nýrrar Ölfusárbrúar síðast árið 2023. Það hefur því verið talin vera grunnforsenda að þvera árfarveginn óhindrað og lágmarka líkur á því að brúin valdi aukinni flóðahættu fyrir þéttbýlið á Selfossi. Hefðbundnar steyptar brýr með millistöplum myndu geta raskað rennsli árinnar og þannig aukið hættu á flóðum og ísstíflum. Í frumhönnun komu tvær meginbrúargerðir til skoðunar, stagbrú og bogabrú. Þessir tveir brúarkostir voru bornir saman og val á stagbrú byggði bæði á hagkvæmni svo og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag frá jarðskjálftum. Almennt þykja stagbrýr hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 100-500 m á meðan að bogabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 50 – 200 m. Hefðbundnar steyptar eða stálbitabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir allt að 50-60 m. Til samanburðar þá er lengsta brúarhaf á Íslandi í dag hengibrú á Skjálfandafljót í Bárðardal, brú sem byggð var 1955 og spannar 112 m á milli turna. Á Íslandi eru einungis 11 brýr þar sem brúarhafið er yfir 70 m og þar af eru einungis fjórar byggðar fyrir nútímaumferð, bogabrú á Fnjóská frá árinu 1999 er með 92 m haflengd, bogabrú á Mjóafjörð í Djúpi frá árinu 2008 er með 107 m haflengd, bogabrú á Þjórsá frá 2003 er með 78 m haflengd og bogabrú á Eldvatn frá 2018 með 78 m haflengd. Auk þessara bogabrúa þá eru nokkrar hengibrýr á þjóðvegakerfinu, þ.m.t. núverandi brú á Ölfusá, sem byggðar eru á árunum 1945-1967 og með haflengdir á bilinu 70-112 m. Ferlið hingað til Aðdragandi að verkefninu er nokkuð langur en útboðsferlið hófst í mars 2023 þegar Vegagerðin óskaði eftir þátttakendum í samkeppnisútboð. Margir sýndu verkefninu áhuga og fimm aðilar voru metnir hæfir og boðið að taka þátt í útboðinu í nóvember 2023. Þegar tilboð voru opnuð í mars 2024 hafði einungis einn aðili sent inn tilboð; ÞG verktakar. Í framhaldi fóru fram samningsviðræður sem er lokið en beðið er eftir ákvörðun stjórnvalda til að ljúka samningsferlinu. Áætlaður framkvæmdakostnaður við verkið í heild sinni er 14,3 ma.kr. á verðlagi ársins 2024. Þar af er brúin talin kosta um 8,4 ma.kr. Fjármagnskostnaður (verðbætur til verkloka og framkvæmdafjármögnun) vegna lántöku er áætlaður 3,6 ma.kr. Samtals er því heildarkostnaður við verkið áætlaður um 17,9 ma.kr. sem ætlunin er að standa undir með gjaldtöku af umferð. Verkefnið er boðið út sem alútboð og lokahönnun brúarinnar og annarra mannvirkja er á höndum verktakans. Hagkvæmni byggir ekki síst á byggingaraðferðinni og með því að lokahönnun sé á höndum verktakans getur hann haft áhrif á endanlegar útfærslur sem byggja þó á ákveðinni viðmiðunarhönnun skv. útboði. Með því móti er hægt að nýta frumkvæði og þekkingu verktakanna. Umferðarspár Vegagerðarinnar gera ráð fyrir að umferð um nýja brú á Ölfusá á opnunarári 2028 verði um 7.000 ökutæki/sólarhring að meðaltali. Til samanburðar má nefna að ársdagsumferð um núverandi brú er um 14.500 ökutæki/sólarhring. Áfram verður töluverð innanbæjarumferð um núverandi brú en öllum þungaflutningum verður beint um nýja brú. Verkefnið er unnið á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð. Hvert veggjaldið þarf að vera og hvað við erum tilbúin til að greiða er svo efni í aðra grein. Höfundur er brúarverkfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Samgöngur Ölfus Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. Sökum burðargetu, ástands brúarinnar og aukins umferðarálags er líklegt að grípa þurfi til takmarkana á þungaumferð um hana áður en ný brú verður tekin í notkun. Nokkur umræða hefur sprottið um hönnun nýju brúarinnar. Brúin er stagbrú og byggir valið á burðarformi á ítarlegri greiningu valkosta og er talin hagkvæmasti kosturinn, m.a. með hliðsjón af flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag vegna jarðskjálfta. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Verkið snýr að byggingu 330 metra langrar brúar, nýs 3,7 km Hringvegar auk um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afkastagetu Hringvegar, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Helsta breytingin sem framkvæmdin hefur í för með sér er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fimm til sex mínútur en mun meira á álagstímum. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Öll samgöngumannvirki sem Vegagerðin byggir eru hönnuð með hagkvæmni og virkni að leiðarljósi en ekki síður þannig að mannvirkin falli vel að landi og umhverfi á hverjum stað. Verkfræðilegar áskoranir sem fyrst og fremst ráðast af staðháttum og lausnir á þeim hafa verið hafðar að leiðarljósi við hönnun Ölfusárbrúar og aðliggjandi mannvirkja, alltaf þarf að taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Útkoman verður því vandað mannvirki sem mun standa til langs tíma. Skynsamlegt val Brúin verður 330 m löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin verður hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar til framtíðar verði þörf á því. Hönnun Ölfusárbrúar hefur verið talsvert til umræðu og ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti. Það er ekki þannig að það sé bara ein rétt lausn við hönnun brúa á hverjum stað og gjarnan fleiri en einn valkostur sem koma til greina. Mat á umhverfisáhrifum fór fram árið 2010 og var burðarform og útlit brúarinnar kynnt þar án þess að nokkrar athugasemdir kæmu hvað það varðar. Framkvæmdaleyfi vegna Ölfusárbrúar var gefið út haustið 2023 í framhaldi af grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust varðandi útlit brúarinnar. Almenningur og hagsmunaaðilar hafa því fengið að hafa skoðun á henni á opinberum vettvangi. Ein af frumforsendum hefur verið að ekki mætti hindra árfarveg Ölfusár enda er Ölfusá ein vatnsmesta á landsins og hafa flóð í henni haft áhrif á þéttbýlið á Selfossi og víðar í gegnum tíðina. Stórflóð voru t.d. 2006 og 1968 og þá hafa ísstíflur myndast, m.a. í brúarstæði nýrrar Ölfusárbrúar síðast árið 2023. Það hefur því verið talin vera grunnforsenda að þvera árfarveginn óhindrað og lágmarka líkur á því að brúin valdi aukinni flóðahættu fyrir þéttbýlið á Selfossi. Hefðbundnar steyptar brýr með millistöplum myndu geta raskað rennsli árinnar og þannig aukið hættu á flóðum og ísstíflum. Í frumhönnun komu tvær meginbrúargerðir til skoðunar, stagbrú og bogabrú. Þessir tveir brúarkostir voru bornir saman og val á stagbrú byggði bæði á hagkvæmni svo og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag frá jarðskjálftum. Almennt þykja stagbrýr hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 100-500 m á meðan að bogabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 50 – 200 m. Hefðbundnar steyptar eða stálbitabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir allt að 50-60 m. Til samanburðar þá er lengsta brúarhaf á Íslandi í dag hengibrú á Skjálfandafljót í Bárðardal, brú sem byggð var 1955 og spannar 112 m á milli turna. Á Íslandi eru einungis 11 brýr þar sem brúarhafið er yfir 70 m og þar af eru einungis fjórar byggðar fyrir nútímaumferð, bogabrú á Fnjóská frá árinu 1999 er með 92 m haflengd, bogabrú á Mjóafjörð í Djúpi frá árinu 2008 er með 107 m haflengd, bogabrú á Þjórsá frá 2003 er með 78 m haflengd og bogabrú á Eldvatn frá 2018 með 78 m haflengd. Auk þessara bogabrúa þá eru nokkrar hengibrýr á þjóðvegakerfinu, þ.m.t. núverandi brú á Ölfusá, sem byggðar eru á árunum 1945-1967 og með haflengdir á bilinu 70-112 m. Ferlið hingað til Aðdragandi að verkefninu er nokkuð langur en útboðsferlið hófst í mars 2023 þegar Vegagerðin óskaði eftir þátttakendum í samkeppnisútboð. Margir sýndu verkefninu áhuga og fimm aðilar voru metnir hæfir og boðið að taka þátt í útboðinu í nóvember 2023. Þegar tilboð voru opnuð í mars 2024 hafði einungis einn aðili sent inn tilboð; ÞG verktakar. Í framhaldi fóru fram samningsviðræður sem er lokið en beðið er eftir ákvörðun stjórnvalda til að ljúka samningsferlinu. Áætlaður framkvæmdakostnaður við verkið í heild sinni er 14,3 ma.kr. á verðlagi ársins 2024. Þar af er brúin talin kosta um 8,4 ma.kr. Fjármagnskostnaður (verðbætur til verkloka og framkvæmdafjármögnun) vegna lántöku er áætlaður 3,6 ma.kr. Samtals er því heildarkostnaður við verkið áætlaður um 17,9 ma.kr. sem ætlunin er að standa undir með gjaldtöku af umferð. Verkefnið er boðið út sem alútboð og lokahönnun brúarinnar og annarra mannvirkja er á höndum verktakans. Hagkvæmni byggir ekki síst á byggingaraðferðinni og með því að lokahönnun sé á höndum verktakans getur hann haft áhrif á endanlegar útfærslur sem byggja þó á ákveðinni viðmiðunarhönnun skv. útboði. Með því móti er hægt að nýta frumkvæði og þekkingu verktakanna. Umferðarspár Vegagerðarinnar gera ráð fyrir að umferð um nýja brú á Ölfusá á opnunarári 2028 verði um 7.000 ökutæki/sólarhring að meðaltali. Til samanburðar má nefna að ársdagsumferð um núverandi brú er um 14.500 ökutæki/sólarhring. Áfram verður töluverð innanbæjarumferð um núverandi brú en öllum þungaflutningum verður beint um nýja brú. Verkefnið er unnið á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð. Hvert veggjaldið þarf að vera og hvað við erum tilbúin til að greiða er svo efni í aðra grein. Höfundur er brúarverkfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun