Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2024 17:16 Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. Sökum burðargetu, ástands brúarinnar og aukins umferðarálags er líklegt að grípa þurfi til takmarkana á þungaumferð um hana áður en ný brú verður tekin í notkun. Nokkur umræða hefur sprottið um hönnun nýju brúarinnar. Brúin er stagbrú og byggir valið á burðarformi á ítarlegri greiningu valkosta og er talin hagkvæmasti kosturinn, m.a. með hliðsjón af flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag vegna jarðskjálfta. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Verkið snýr að byggingu 330 metra langrar brúar, nýs 3,7 km Hringvegar auk um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afkastagetu Hringvegar, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Helsta breytingin sem framkvæmdin hefur í för með sér er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fimm til sex mínútur en mun meira á álagstímum. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Öll samgöngumannvirki sem Vegagerðin byggir eru hönnuð með hagkvæmni og virkni að leiðarljósi en ekki síður þannig að mannvirkin falli vel að landi og umhverfi á hverjum stað. Verkfræðilegar áskoranir sem fyrst og fremst ráðast af staðháttum og lausnir á þeim hafa verið hafðar að leiðarljósi við hönnun Ölfusárbrúar og aðliggjandi mannvirkja, alltaf þarf að taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Útkoman verður því vandað mannvirki sem mun standa til langs tíma. Skynsamlegt val Brúin verður 330 m löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin verður hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar til framtíðar verði þörf á því. Hönnun Ölfusárbrúar hefur verið talsvert til umræðu og ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti. Það er ekki þannig að það sé bara ein rétt lausn við hönnun brúa á hverjum stað og gjarnan fleiri en einn valkostur sem koma til greina. Mat á umhverfisáhrifum fór fram árið 2010 og var burðarform og útlit brúarinnar kynnt þar án þess að nokkrar athugasemdir kæmu hvað það varðar. Framkvæmdaleyfi vegna Ölfusárbrúar var gefið út haustið 2023 í framhaldi af grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust varðandi útlit brúarinnar. Almenningur og hagsmunaaðilar hafa því fengið að hafa skoðun á henni á opinberum vettvangi. Ein af frumforsendum hefur verið að ekki mætti hindra árfarveg Ölfusár enda er Ölfusá ein vatnsmesta á landsins og hafa flóð í henni haft áhrif á þéttbýlið á Selfossi og víðar í gegnum tíðina. Stórflóð voru t.d. 2006 og 1968 og þá hafa ísstíflur myndast, m.a. í brúarstæði nýrrar Ölfusárbrúar síðast árið 2023. Það hefur því verið talin vera grunnforsenda að þvera árfarveginn óhindrað og lágmarka líkur á því að brúin valdi aukinni flóðahættu fyrir þéttbýlið á Selfossi. Hefðbundnar steyptar brýr með millistöplum myndu geta raskað rennsli árinnar og þannig aukið hættu á flóðum og ísstíflum. Í frumhönnun komu tvær meginbrúargerðir til skoðunar, stagbrú og bogabrú. Þessir tveir brúarkostir voru bornir saman og val á stagbrú byggði bæði á hagkvæmni svo og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag frá jarðskjálftum. Almennt þykja stagbrýr hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 100-500 m á meðan að bogabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 50 – 200 m. Hefðbundnar steyptar eða stálbitabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir allt að 50-60 m. Til samanburðar þá er lengsta brúarhaf á Íslandi í dag hengibrú á Skjálfandafljót í Bárðardal, brú sem byggð var 1955 og spannar 112 m á milli turna. Á Íslandi eru einungis 11 brýr þar sem brúarhafið er yfir 70 m og þar af eru einungis fjórar byggðar fyrir nútímaumferð, bogabrú á Fnjóská frá árinu 1999 er með 92 m haflengd, bogabrú á Mjóafjörð í Djúpi frá árinu 2008 er með 107 m haflengd, bogabrú á Þjórsá frá 2003 er með 78 m haflengd og bogabrú á Eldvatn frá 2018 með 78 m haflengd. Auk þessara bogabrúa þá eru nokkrar hengibrýr á þjóðvegakerfinu, þ.m.t. núverandi brú á Ölfusá, sem byggðar eru á árunum 1945-1967 og með haflengdir á bilinu 70-112 m. Ferlið hingað til Aðdragandi að verkefninu er nokkuð langur en útboðsferlið hófst í mars 2023 þegar Vegagerðin óskaði eftir þátttakendum í samkeppnisútboð. Margir sýndu verkefninu áhuga og fimm aðilar voru metnir hæfir og boðið að taka þátt í útboðinu í nóvember 2023. Þegar tilboð voru opnuð í mars 2024 hafði einungis einn aðili sent inn tilboð; ÞG verktakar. Í framhaldi fóru fram samningsviðræður sem er lokið en beðið er eftir ákvörðun stjórnvalda til að ljúka samningsferlinu. Áætlaður framkvæmdakostnaður við verkið í heild sinni er 14,3 ma.kr. á verðlagi ársins 2024. Þar af er brúin talin kosta um 8,4 ma.kr. Fjármagnskostnaður (verðbætur til verkloka og framkvæmdafjármögnun) vegna lántöku er áætlaður 3,6 ma.kr. Samtals er því heildarkostnaður við verkið áætlaður um 17,9 ma.kr. sem ætlunin er að standa undir með gjaldtöku af umferð. Verkefnið er boðið út sem alútboð og lokahönnun brúarinnar og annarra mannvirkja er á höndum verktakans. Hagkvæmni byggir ekki síst á byggingaraðferðinni og með því að lokahönnun sé á höndum verktakans getur hann haft áhrif á endanlegar útfærslur sem byggja þó á ákveðinni viðmiðunarhönnun skv. útboði. Með því móti er hægt að nýta frumkvæði og þekkingu verktakanna. Umferðarspár Vegagerðarinnar gera ráð fyrir að umferð um nýja brú á Ölfusá á opnunarári 2028 verði um 7.000 ökutæki/sólarhring að meðaltali. Til samanburðar má nefna að ársdagsumferð um núverandi brú er um 14.500 ökutæki/sólarhring. Áfram verður töluverð innanbæjarumferð um núverandi brú en öllum þungaflutningum verður beint um nýja brú. Verkefnið er unnið á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð. Hvert veggjaldið þarf að vera og hvað við erum tilbúin til að greiða er svo efni í aðra grein. Höfundur er brúarverkfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Samgöngur Ölfus Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. Sökum burðargetu, ástands brúarinnar og aukins umferðarálags er líklegt að grípa þurfi til takmarkana á þungaumferð um hana áður en ný brú verður tekin í notkun. Nokkur umræða hefur sprottið um hönnun nýju brúarinnar. Brúin er stagbrú og byggir valið á burðarformi á ítarlegri greiningu valkosta og er talin hagkvæmasti kosturinn, m.a. með hliðsjón af flóðahættu í Ölfusá, hættu á ísstíflum og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag vegna jarðskjálfta. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Verkið snýr að byggingu 330 metra langrar brúar, nýs 3,7 km Hringvegar auk um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afkastagetu Hringvegar, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Helsta breytingin sem framkvæmdin hefur í för með sér er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fimm til sex mínútur en mun meira á álagstímum. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Öll samgöngumannvirki sem Vegagerðin byggir eru hönnuð með hagkvæmni og virkni að leiðarljósi en ekki síður þannig að mannvirkin falli vel að landi og umhverfi á hverjum stað. Verkfræðilegar áskoranir sem fyrst og fremst ráðast af staðháttum og lausnir á þeim hafa verið hafðar að leiðarljósi við hönnun Ölfusárbrúar og aðliggjandi mannvirkja, alltaf þarf að taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Útkoman verður því vandað mannvirki sem mun standa til langs tíma. Skynsamlegt val Brúin verður 330 m löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin verður hönnuð þannig að hún geti borið fjórar akreinar til framtíðar verði þörf á því. Hönnun Ölfusárbrúar hefur verið talsvert til umræðu og ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti. Það er ekki þannig að það sé bara ein rétt lausn við hönnun brúa á hverjum stað og gjarnan fleiri en einn valkostur sem koma til greina. Mat á umhverfisáhrifum fór fram árið 2010 og var burðarform og útlit brúarinnar kynnt þar án þess að nokkrar athugasemdir kæmu hvað það varðar. Framkvæmdaleyfi vegna Ölfusárbrúar var gefið út haustið 2023 í framhaldi af grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust varðandi útlit brúarinnar. Almenningur og hagsmunaaðilar hafa því fengið að hafa skoðun á henni á opinberum vettvangi. Ein af frumforsendum hefur verið að ekki mætti hindra árfarveg Ölfusár enda er Ölfusá ein vatnsmesta á landsins og hafa flóð í henni haft áhrif á þéttbýlið á Selfossi og víðar í gegnum tíðina. Stórflóð voru t.d. 2006 og 1968 og þá hafa ísstíflur myndast, m.a. í brúarstæði nýrrar Ölfusárbrúar síðast árið 2023. Það hefur því verið talin vera grunnforsenda að þvera árfarveginn óhindrað og lágmarka líkur á því að brúin valdi aukinni flóðahættu fyrir þéttbýlið á Selfossi. Hefðbundnar steyptar brýr með millistöplum myndu geta raskað rennsli árinnar og þannig aukið hættu á flóðum og ísstíflum. Í frumhönnun komu tvær meginbrúargerðir til skoðunar, stagbrú og bogabrú. Þessir tveir brúarkostir voru bornir saman og val á stagbrú byggði bæði á hagkvæmni svo og kostum stagbrúa til að taka upp færslur og álag frá jarðskjálftum. Almennt þykja stagbrýr hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 100-500 m á meðan að bogabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir á bilinu 50 – 200 m. Hefðbundnar steyptar eða stálbitabrýr þykja hagkvæmar fyrir haflengdir allt að 50-60 m. Til samanburðar þá er lengsta brúarhaf á Íslandi í dag hengibrú á Skjálfandafljót í Bárðardal, brú sem byggð var 1955 og spannar 112 m á milli turna. Á Íslandi eru einungis 11 brýr þar sem brúarhafið er yfir 70 m og þar af eru einungis fjórar byggðar fyrir nútímaumferð, bogabrú á Fnjóská frá árinu 1999 er með 92 m haflengd, bogabrú á Mjóafjörð í Djúpi frá árinu 2008 er með 107 m haflengd, bogabrú á Þjórsá frá 2003 er með 78 m haflengd og bogabrú á Eldvatn frá 2018 með 78 m haflengd. Auk þessara bogabrúa þá eru nokkrar hengibrýr á þjóðvegakerfinu, þ.m.t. núverandi brú á Ölfusá, sem byggðar eru á árunum 1945-1967 og með haflengdir á bilinu 70-112 m. Ferlið hingað til Aðdragandi að verkefninu er nokkuð langur en útboðsferlið hófst í mars 2023 þegar Vegagerðin óskaði eftir þátttakendum í samkeppnisútboð. Margir sýndu verkefninu áhuga og fimm aðilar voru metnir hæfir og boðið að taka þátt í útboðinu í nóvember 2023. Þegar tilboð voru opnuð í mars 2024 hafði einungis einn aðili sent inn tilboð; ÞG verktakar. Í framhaldi fóru fram samningsviðræður sem er lokið en beðið er eftir ákvörðun stjórnvalda til að ljúka samningsferlinu. Áætlaður framkvæmdakostnaður við verkið í heild sinni er 14,3 ma.kr. á verðlagi ársins 2024. Þar af er brúin talin kosta um 8,4 ma.kr. Fjármagnskostnaður (verðbætur til verkloka og framkvæmdafjármögnun) vegna lántöku er áætlaður 3,6 ma.kr. Samtals er því heildarkostnaður við verkið áætlaður um 17,9 ma.kr. sem ætlunin er að standa undir með gjaldtöku af umferð. Verkefnið er boðið út sem alútboð og lokahönnun brúarinnar og annarra mannvirkja er á höndum verktakans. Hagkvæmni byggir ekki síst á byggingaraðferðinni og með því að lokahönnun sé á höndum verktakans getur hann haft áhrif á endanlegar útfærslur sem byggja þó á ákveðinni viðmiðunarhönnun skv. útboði. Með því móti er hægt að nýta frumkvæði og þekkingu verktakanna. Umferðarspár Vegagerðarinnar gera ráð fyrir að umferð um nýja brú á Ölfusá á opnunarári 2028 verði um 7.000 ökutæki/sólarhring að meðaltali. Til samanburðar má nefna að ársdagsumferð um núverandi brú er um 14.500 ökutæki/sólarhring. Áfram verður töluverð innanbæjarumferð um núverandi brú en öllum þungaflutningum verður beint um nýja brú. Verkefnið er unnið á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð. Hvert veggjaldið þarf að vera og hvað við erum tilbúin til að greiða er svo efni í aðra grein. Höfundur er brúarverkfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun